Ég hef verið að velta því fyrir mér virkilega hversu miklu ódýrara það væri ef maður myndi setja upp sína eigin tölvu heldur en að kaupa eitthvað pakkatilboð “á frábæru verði!”.
Ég tók mig til og setti saman vél sem er nokkuð öflug að mínu mati en aðrir væru kannski ekki sammála mér og þeir mega bara eiga það við sig. Sumir hefðu kannski valið annað skjákort eða hljóðkort eða blablabla.
Ég reyndi að velja gæðavélbúnað sem hefur fengið góða umfjöllun osfrv.
Vélin sem ég setti upp er svona:
Amd 1700+ XP 22.100 Tölvuvirkni.net
Igloo 2400 2.000 Tölvuvirkni.net
Soltek SL-75DRV4 19.646 Netbudin.is
512MB Kingston DDR PC2100 23.306 Netbudin.is
WD600BB 60GB 21.712 Tölvuvirkni.is
Memorex 16x DVD 11.823 Tölvuvirkni.is
SBLive! 5.1 OEM 4.937 Netbudin.is
Creative GF2Ti 19.508 Netbudin.is
17 tommu Proview skjár 22.144 Tolvuvirkni.is
Logitech Dual Optical 6.019 Netbudin.is
Keytronics PS2 lyklaborð 3.200 Computer.is
KA Aopen H600A 300W Kassi 13.021 Tolvuvirkni.is
Samtals 169.413 Kr.
Ég leitaði að vélum á svipuðu verði vegna þess að ég fann hvergi vélar með álíka specs og þessi.
Ég fann eina á svipuðu verði (án skjás reyndar) eða uþb 171þús (uþb 192þús með skjá) sem var með helmingi minna minni, P4 1500 svipuðu DVD drifi minni skjá osfrv.
Það er nokkuð greinilega ekki ein einasta spurning hvað það margborgar sig að setja saman sína eigin tölvu, meira að segja upp frá grunni.
Að setja saman tölvu er alls ekki svo flókið, meðan maður hefur smá skammt af almennri skynsemi (reyna ekki td að troða AGP korti í PCI rauf eða gleyma að tengja viftuna), passar sig að vera jarðtengdur og hefur smá þolinmæði.
Ég ætla að vona að fólk taki sig til og hætti að láta tölvubúðir taka sig í þurrt kakóið með svokölluðum tilboðum “á frábæru verði!”
Að lokum langar mig að biðja fólk um að ef það þrátt fyrir þetta ákveður að versla sér “ótrúlegt tilboð” að vera duglegt að spyrja sölumanninn um hvað er í vélinni (ekki láta “góður harður diskur” og “frábær örgjörvi” duga) og líka lesa sig til um hvað er rusl og hvað ekki.
Rx7