Firewire lyklakippa. Það er nú allt til. Núna er þeir komnir með 1 GB FireWire tengdar lyklakippur. Þetta er náttúrlega alveg hrein snilld.
Eins og sjá má á myndinni er þetta litlu stærra en lykill en getur þó haldið töluvert meira af gögnum en litli heilinn minn höndlar. Hægt er að setja nánast hvað sem er þarna inn og færa á milli tölva. Eina sem tölvan þarf er FireWire tengi en það getur flutt allt að 50 megabæti á sekúndu. Það þýðir að þú ættir ekki að vera meira en hálfa mínútu að stútfylla þetta dót.
Þessi lyklakippa virkar með hvaða stýrikerfi sem er. Núna er sko hægt endanlega að henda gamla zip drifinu í ruslið !!!!
Tengi : Það er sex pinna firewire tengi á þessu.
Lýsing : Firewire lyklakippan er 22 mm að þykkt, 45 mm á vídd og aðeins 60 mm löng.
Endilega pantið ykkur svona frá heimasíðu <a href="http://www.wiebetech.com/pdf_dup_fwkc.html">framleiðands</a>. Það er hægt að fá lyklakippunni í eftirtöldum útgáfum 64 mb, 128 mb, 256 mb, 512 mb og 1 gb.