þið sem eruð með nvidia kort: hafið þið tekið eftir því að displayið hjá ykkur er soldið fuzzy við háar upplausnir á háu refresh rate?

ég tók allavega eftir því þegar ég keypti mér fína nýja 19“ skjáinn minn …

rambaði svo á þetta:
<a href=”http://www.geocities.com/porotuner/imagequality.html">http://www.geocities.com/porotuner/imagequality.html</a>

þarna segir að maður geti tekið burtu ákveðinn filter sem síar út hátíðnibylgjur í vídjósignalinu manns með því að rífa af kortinu nokkra þétta

ég var fyrst dúbíös en svo áttaði ég mig á því að kortið mitt (gamalt tnt2) væri eiginlega handónýtt hvort sem er, enda háaldrað :)

þannig að ég reif það úr og prófaði að taka af eina röð af þéttum … laumaði því aftur í og kveikti … og viti menn! það virkaði!

ég setti í 1280 x 1024 x 85hz … og badam! talsvert skýrara …

reif kortið aftur úr, tók hina röðina (fann bara 2, ekki 3 eins og eru sýndar á síðunni) og það varð allt Ennþá skýrara!

ehm … Held ég allavega :)

þannig að …
þið getið tékkað á þessu líka :)

muna samt: það er algjörlega á eigin ábyrgð ef þið steikið eitthvað :)

en ég er að segja ykkur, þetta virkar …

-k-
-k-