Á CES sýningunni sem lauk 11. jan afhjúpaði TDK nýjann skrifara sem þeir kalla TDK MultiMode ML/CD Burner.
Brennarinn, fyrir utan að skrifa venjulega geisladiska inniheldur flögu sem gerir honum kleyft að skrifa MultiLevel og pakka þannig 2GB á ML/R og ML/RW diska.
Drifið skrifar á 36x/24x/40x og segja TDK menn að hann geti skrifað 2GB á sex mínútum.
Þetta hljómar kannski ekkert rosalega þegar maður horfir á DVD-RAM og DVD-R aðalkosturinn við þennan er að hann mun kosta aðeins $199 í útlandinu eða svipað og venjulegir brennarar og munu ML diskarnir kosta $1,99 fyrir ML/R og $2,99 fyrir ML/RW.
Búist er við að græjan komi út einverntíman í sumar.
Rx7