Þurfa tölvur að hljóma eins og ryksugur? Ég er orðin svolítið þreyttur á minni vél, þetta er svona týpisk sett-saman-sjálfur vél sem ég bjó til á síðasta ári. Vélin er 750Mhz Athlon (Slot A) með slatta af minni og 2 diskum og 2 geisladrifum (brennara og venjulegu). Síðan er ég með Matrox G400 skjákort. Sem sagt, vél sem dugar í flest allt. Núnú, það sem ég er pirraður er ótrúlegur ekkisens hávaði í græjunni, mig grunar að CPU viftan sé sú versta, amk minkaði hávaðinn lítið þegar ég stoppaði PSU viftuna.
Þannig að ég spyr, hefur einhver persónulega reynslu að þvi að minnka hávaðan í tölvu? Það sem mér dettur fyrst í hug er að skipta um viftu, en það gæti orðið vesen það sem það er hætt að selja Slot A CPU. (Hver veit nema maður noti tækifærið og skipti um MB/CPU). Annað sem mér dettur í hug er að setja gúmmí á HD festingarnar, skillst að harði diskurinn noti kassann eins og magnara fyrir víbring. Fóðra síðan græjuna að innan með filtmottu (hvar fær maður svoleiðis?). Það ætti að duga til að byrja með, en eitt er víst að ég verð meira picky með viftur og annað varðandi hávaða næst þegar ég kaupi mér tölvu.
Hverju mælið þið með?