Sælir
Eftir að hafa átt í allskonar basli með nýju tölvuna mína (AMD 750mhz) ákvað ég að formata hana og setja Win98SE aftur inn.
Formatið gekk vel og eftir að hafa bootað henni upp af diski þá hófst ég handa við að skipta harða diskinum upp í diskdeildir m/ fdisk. Það virtist ganga fínt og þegar því var lokið resetaði ég vélinni og ætlaði að keyra Windows inn af CDinum.
En þá byrjaði baslið.
Snemma í uppsetningar ferlinu fraus hún við að birta þessa setn: Windows setup requested. (sá reyndar aldrei meira en Windows setup requ, það minnkaði svo niður í bara Windows.)
Þarna virtist eöð vera að svo að ég fór yfir á C: drifið, skrifaði dir og fékk þá þessu frábæru skilaboð:
Invalid media type reading drive C
Abort, Retry, Fail?
(Reyndar er sama hvað ég reyni á C: drifinu ég fæ alltaf þessi yndislegu skilaboð)
Svo reyndi ég að keyra scandisk af floppy diskinum og skrifaði:
scandisk c:
og Scandisk sagði:
Scandisk cannot examine drive C.
Svo að nú spyr ég….Einhverjar hugmyndir að úrlausn.