Eftir að hafa séð beiðni um svona grein þá ákvað ég að slá til og skrifa hana. Hér á eftir fylgir lýsing á RAID levelum og í stuttu máli hvað þau gera:
RAID-0 (Disk Striping)
RAID-0 nýtir í raun tvo diska sem einn með því að skrifa gögn í jöfnu lagi yfir þá báða (má hugsa sér diskana tvo sem teiknaða ferhyrninga hlið við hlið og draga síðan línu (stripe) frá vinstri hlið vinstri ferh. yfir að hægri hlið hægri ferh. Í þessu er ekkert Fault Tolerance (villuþol) sem þýðir að ef annar diskurinn hrynur þá taparðu gögnunum af báðum.Kosturinn við RAID-0 er sá að þú margfaldar hraðann á gagnaflutningum þar sem tveir diskar eru að vinna sem einn.
Ekki er hægt að hafa stýrikerfið á stripe-uðum disk og til að fá sem mest út úr þessu er best að hafa diskana á sitthvorum controllernum því þá er hægt að lesa af báðum í einu.
RAID-1 (Disk Mirroring)
RAID-1 er eins og nafnið gefur til kynna einföld speglun á diskum.
Þú hefur tvo jafnstóra diska og annar er spegilmynd af hinum sem þýðir það að þú tapar engu ef annar diskurinn hrynur.
Þetta er þó frekar dýr lausn þar sem þú ert í raun að nota tvo 20Gb diska til að geyma 20Gb.
Hér er líka gott að hafa diskana á sitthvorum controller svo að ef controllerinn bilar þá þarftu ekki að laga neitt til að komast í gögnin.
RAID-5 (Disk Striping with parity)
RAID-5 er í raun endurbætt útgáfa af disk striping sem hefur villuþol. Til dæmis ertu með þrjá diska A B C og skrifar á þá gögn þá skrifast gögnin af disk A yfir á diska B og C gögnin af disk B skrifast líka á A og C og svo koll af kolli.
Ég held þetta sé allt… allavegana man ég ekki meira… þið skammið mig svo bara ef þetta er allt í klessu..
vona annars bara að þetta komi einhverjum að gagni.