Jæja…eins og það er auðvelt að benda á slæma hluti varðandi verslanir gleymist oft að minnast á og þakka fyrir góða þjónustu sem fólk fær. Núna er tilvalið tækifæri til að deila með fólki GÓÐUM reynslum af verslunum og vil ég byrja á að nefna nokkur dæmi.

Fyrst vil ég nefna <a href="http://www.hugver.is“>Hugver</a>, þar er að mínu mati að finna eina bestu tölvuverslun á höfuðborgarsvæðinu með ágætar vörur og mjög góða þjónustu.

Einnig hef ég fengið góða þjónustu hjá <a href=”http://www.ejs.is“>EJS</a> (versla samt lítið þar) og svo bara verð ég að nefna <a href=”http://www.tb.is“>Tæknibæ</a>…en þar var einu sinni að vinna gullfalleg stúlka sem vissi meira um tölvur en allir starfsmenn BT samanlagt (alltaf gaman fyrir okkur nörrana að sjá svoleiðis). :) En ég hef ekki verslað þar lengi þannig að ég veit ekki hvernig staðan er þar í dag.

Svo verð ég náttúrulega að minnast á <a href=”http://www.hp.is">Opin Kerfi</a> sem standa vel við bakið á Skjálftamótunum, þótt ég hafi aldrei verslað beint við þá persónulega.

Endilega deilið með okkur dæmum um góða þjónustu sem þið hafið fengið.
JReykdal