Í þessari grein ætla ég að reyna að leggja mat á þær netverslanir sem ég hef hvað mest tekið eftir, bæði hér á huga og annarstaðar.
Þær eru Computer.is, Tolvuvirkni.net, Netbudin.is, Isoft.is og Thor.is.
Röðin verður verst fyrst og best síðast.
5.Sæti Isoft.is
Fyrir utan það að láta mann samþykkja einhvern svakalegann samning um leið og maður skráir sig eru þeir með slappt úrval og ljóta síðu. Það sem hinsvegar gulltryggir þeim neðsta sætið er að verðin á síðunni þeirra eru í allverulega slæmum graut: $[tala]kr. svona eru öll verðin á síðunni og ef þeir eru með svona slappa síðu þá efa ég að þjónustan sé betri.
4.Sæti Netbúdin.is
Mjög skemmtileg síða en þeir selja bara Iwill móðurborð og þeir frömdu þann ófyrirgefanlega glæp að setja sömu mynd fyrir T.bird og XP örgjörva. Slíkt ber ekki vott um mikla þekkingu en hinsvegar segir þetta að þeir séu latir og haldi að viðskiptavinurinn sé vitlaus.
3.Sæti Thor.is
Ágæt síða en alltof lítið úrval af örgjörvum, þó að þeir séu þeir einu sem voru með móðurborðið sem ég var búinn að leita heillengi að. Þeir njóta samt mikils trausts hjá mér.
2.Sæti Tolvuvirkni.net
Ágæt síða og alltílagi úrval en ná ekki fyrsta sætinu vegna þess hvernig þeir setja upp vörulistana.
1.Sæti Computer.is
Mesta úrvalið, skársta síðan og besta uppsetningin á vörulistunum. Drop-down listarnir gera það að verkum að maður er eldsnöggur að finna það sem maður vill. Gott úrval og góð verð. Hinsvegar rekið af þeim sömu og reka Glæpabæ og njóta því ekki mikils trausts hvað varðar ábyrgðir og slíkt en þegar maður er að setja saman sína eigin þá skiptir slíkt litlu máli.
Að lokum vill ég taka það fram að þessi listi er bara samanburður á síðum og úrvali, traust og viðskiptareynsla kom ekki inní uppröðunina þó ég hafi minnst á slíkt í umsögnunum.
Rx7