Jæja…þá er loksins komið áhugamál um vélbúnað og er tilvalið að hefja greinaskrifin um nýu línuna frá <a href="http://www.nvidia.com“>Nvida</a> en hún kallast <a href=”http://www.nvidia.com/Products/GeForce2ultra.nsf“>GeForce 2 Ultra</a>.

Eins og sjá má á nafninu er þetta í raun bara ”GeForce 2 GTS á sterum“, en þó á það duglegri lyfjagjöf að það gæti skipt sköpum í keppninni við <a href=”http://www.3dfx.com“>3dfx</a> og <a href=”http://www.ati.com“>Ati</a> ef litið er á afköstin….en ekki varðandi verðið sem er áætlað að verði um $500 erlendis frá flestum framleiðendum.

<a href=”http://www.anandtech.com“>AnandTech</a> kíkti fyrr í haust á svokallað ”Reference“ kort frá Nvidia, sem er hönnunin sem flestir framleiðendur nota sem grunn fyrir sínar vörur, og hafði sitthvað að segja um það eins og sjá má <a href=”http://www2.anandtech.com/showdoc.html?i=1298&p=1“>hérna</a> og staðfestu þeir dóm sinn með umsögninni um Gladiac Ultra frá <a href=”http://www.elsa.com/">ELSA</a>.

Þá er það bara að sjá hvort að 3dfx haldi áfram að bora í nefið á sér eða hvort þeir nýti sér ástandið sem Nvida er í þar til í vor er næsta lína frá þeim kemur á markað.
JReykdal