Yfirklukkun
Sælir nú nördar.
Ég er að fikta með Abit VL6 og Celeron 700mhz.
10,5x66mhz = 700mhz, SDRAM 66mhz+33mhz - 1,70V
Sem gengur núna á:
10,5x75mhz = 788mhz, SDRAM 75mhz+33mhz - 1,60V
En mig langar:
10,5x75mhz = 872mhz, SDRAM 83mhz+33mhz - ?V
Vandamálið er, eins og þið sjáið, hiti (duh). Til að geta keyrt vélina á 75mhz þá slide-a ég voltage-inu niður í 1,60 til að sporna við hitamyndun. Kælingin í kassanum er fín, yfirleitt er hitinn í kringum 30°c, meira get ég ekki beðið um held ég. En vandamálið er með örrann. Hann virðist vilja vera í kringum 55°C þegar hann er á 66mhz og 60°c-63°c þegar ég keyri hann á 75mhz. Mér hefur aldrei tekist að keyra vélina upp á 83mhz.
Því spyr ég ykkur, kæru nördar, hvað er til ráða. Öll komment eru vel þegin og ekki vera feimnir við að rífa kjaft.
Drengu