Kæru hugarar

Núna þekkja allir netverslunina computer.is, og hafa misjafna reinslu af því að versla við það fyrirtæki. Ég persónlega hafði haft ágæta reinslu af því að kaupa íhluti hjá þeim, en hafði ekki gert það í nokkurn tíma. Núna var svo komið að því að kaupa vinnslu minni í fartölvuna mína, og var þá fyrrnefndir besti kosturinn, verðsins vegna. Flestir þeir sem ég ræddi við mæltu eindregið gegn því að ég verslaði þarna, jújú gott verð, ef þetta virkar þá, annars væri ég í vondum málum.
Ok ég spekuleraði lengi í þessu, ég myndi spara helming á því að versla hjá þeim, en gat ekki hunsað alveg allar raddirnar sem sögðu mér ekki að gera það. Ég fór á heimasíðu framleiðanda vélarinnar minnar, bara vandlega saman minnið sem þeir sögðu að gengi í hana og minnið sem fyrrnefnd verslun var að selja. Og já ég sló svo til og keypti minnið.

ÉG valdi það að sækja minnið fór með það heim, henti því vélina, og viti menn húm bootaði sig ekki upp. Ég rendi mér aftur niður í verslun og bað þá um að athuga hvort þetta minni væri í lagi, þar sem það var ekki í upprunalegu umbúðunum heldur vafið inn í svona static shield bag og svo búið að teipa það í lítinn köggul. Jájá það var ekkert mál að prufa það, en það var ekki hægt alveg strax því minnis kallin var upptekinn. OK ég gat beðið í einn dag, svo hringdi ég daginn eftir og nei ekki búnir að tékka á þessu enn. Svo á þriðja degji þurfti ég að hringja til að láta reka á eftir þessu, því það tekur nú ekki langan tíma að tékka hvort minni sé í lagi. Svo loksins er mér sagt að það sé í lagi, ok ég bjóst alveg við því, þar sem fartölvur geta verið sérvitrar á minni, taka ekki hverju sem er þá svo að allar forsendur séu í lagi. Svo ég fór þangað niðreftir og ætlaði að skila minninu.
Allt í lagi ég vissi af því að það væri 15% skilagjald hjá þeim, sem mér finnst frekar mikið, en það er skárra en að tapa öllum 8.000 kallinum sem ég var búin að borga. Svo sest sölumaðurinn niður að reikna og lætur mig fá 5.000 kr innlegsnótu, sem ég var nú ekki sáttur við þar sem ég borgaði 8.000 fyrir minnið og skilaði því 30.min eftir að ég keipti það. Mig langaði líka í peningana aftur, helst, og það átti nú að vera hærri upphæð en þetta þar sem 15% af 8000 er ekki nema 1200 og ég ætti þá að fá 6.800 til baka, nei þá segir hann mér að minnið hafi lækkaði í verði á þessum þrem dögum sem ég var að bíða eftir úrskurði um hvort minnið hafi verið í lagi.

Svo ég fór mjög illa útur þessum viðskiptum og endaði með að kaupa mér minni frá framleiðanda og sit uppi með ömuleg innlegsnótu og engan 8000 kall :)

Mig langar að heira hvort þið mínir kæru hugarar hafið lent í eingverju svipuðu, eða hvort ég hafi bara verið svona óheppin, vitlaus:)

Eitt enn já, ég var að skoða heimasíðuna þeirra og minnið er enn á 7.900, ekkert búið að lækka, svo var hann að ljúga?

kk

hunts