Það mætti bæta sérstaklega við að harðir diskar eru mjög viðkvæmir en ein algengasta bilunin í ferðatölvum er sú að leshausarnir eru að “lenda” á diskunum. Hinn almenni tölvunotandi áttar sig ekki á því hve viðkvæmar tölvur eru þegar þær eru í gangi. Ég hef oft lennt í því að fá tölvu sem kemur bara með einhverjar villur, frís og allt eftir götunum, en það má rekja til þess að notandi tölvunnar hefur látið hana harkalega niður á borð eða eitthvað nett högg hefur komið á tölvuna. Sem dæmi er nóg að setja pening undir ferðatölvu og kippa honum undan henni á meðan tölvan er að vinna á harða diskinum. Við það “lenda” les/skrifhausarnir á diskunum/disknum og rispar það svæði sem hann er að vinna á. Við það getur hann ekki lengur lesið/skrifað á það svæði. Fartölvudiskar (2.5in) eru sterkari hvað varðar hnjask enda sérhannaðir sem slíkir. Diskar sem eru ætlaðir í heimilistölvur og flakkara (3.5) eru mikklu viðkvæmari og má í rauninni ekkert snerta þá á meðan þeir eru í gangi.
Aftur á móti má nefna að þegar les/skrifhausarnir eru ekki að vinna á diskunum þá fara þeir í sérstaka hvíldarstöðu, þeir fara alveg af diskunum og þá er engin hætta á að þeir rispi diskana. Hausarnir eru ávallt í hvíldarstöðu nema þegar þeir þurfa að vinna á diskunum. Einnig fara leshausarnir strax í hvíldarstöðu ef rafmagninu er kippt af þeim, þannig að það er engin hætta á að skemma diskinn ef tölvan deyr skyndilega eða diskurinn bilar.
Ég veit bara til þess að það sé einn fartölvuframleiðandi sem er með sérstakan búnað sem ver harða disk tölvunnar gegn skemdum og það er Lenovo (IBM). Í þeim er sérstakur hreyfi/velti skynjari sem nemur allar hreyfingar og titring sem tölvan verður fyrir og tekur strax viðeigandi ráðstafanir ef eitthvað kemur uppá. T.d. ef þú prufar að hrista tölvuna þá fer tölvan strax með leshausana af disknum til að verja hann. Einnig nemur hún fall, af t.d. borði. Þannig að hausarnir eru komnir af disknum þegar hún skellur í gólfinu. Því miður þá held ég að Lenvo séu þeir einu sem eru með þennan sniðuga búnað í vélum sínum.
Hröðustu hörðu diskarnir til almenningsnota eru diskarnir í “Raptor” seríunni sem Western Digital framleiðir. Þetta eru dýrir háhraða diskar sem snúast á 10.000sn/mín og eru ætlaðir fyrir þá kröfuhörðu og fyrirtæki sem þurfa mikinn gagnahraða frá gagnageymslum sínum. Til gamans má samt geta að Seagate hefur lengi framleitt diska sem snúnast á 15.000sn/mín og eru þeir ætlaðir fyrir þá sem þurfa mesta fáanlegan gagnahraða. Þeir eru með 360Mb gagnabrautir eða 2/4Gb ljósþráðatengingar. Þeir kosta líka gífurlega mikið enda eru þeir ætlaðir til fyrirtækjanota.
Það eru til aðrar geymsluaðferðir fyrir gögn en það eru “solid state” gagnageymslur, það er í rauninni svipað og vinnsluminni og USB lykklar og dæmi um fyrirtæki sem notar svoleiðis er CCP sem gefur út EVE-Online tölvuleikinn, en þeir nota það skilst mér fyrir þau gögn sem netþjóninn þarf oftast að komast í. Til gamans má geta að einfaldur harður diskur getur flutt ca. 55-95Mbps stanslaust á meðan svona “solid state” gagnageymsla getur flutt 3.000Mbps stanslaust!
Grein um afkastaaukninguna sem EVE-Online fékk:
http://www.bit-tech.net/news/2005/12/01/eve_solid_state/Heimasíða framleiðandans:
http://www.superssd.com/products/ramsan-400/Heimildir: Ég og heilinn minn :-)
Bætt við 20. maí 2007 - 23:29 LOL! Þetta er lengra en greinin!