Næsta skref í minnistækni verður MRAM sem að í stað þess að notast við kísil sem geymir rafhleðslu mun notast við tækni sem kallast spintronics. Þessi tækni notar sér þá staðreynd að rafeindir geta snúist um sjálfar sig í mismunandi áttir, upp eða niður (spin-up, spin-down) og er það td þessi snúningur sem gerir segulstál segulmagnað.
Með þessari spin tækni verður hægt að búa til innra minni fyrir tölvur sem ekki missir þau gögn sem á það hefur verið hlaðið þó að straumur sé tekinn af því en er samt nógu hraðvirkt til að hægt sé að nota það sem vinnsluminni. Þessi tækni mun gera það að verkum að Boot-up verða óþörf, því að gögnin fara aldrei úr minninu þótt slökkt sé á tölvunni.
Þessi spin tækni er þó alls ekki glæný því að langflestir harðir diskar notast við þessa tækni í leshausunum því að leshausar sem notast við þessa tækni eru miklu næmari á örlitlar straumbreytingar.
Búist er við að MRAM verði komið í markað innan næstu 2-3 ára.
Rx7