Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ? Hvernig var fyrsta tölvan ykkar ? Það væri gaman að fá sögu með líka.
Fyrsta tölvan mín var Sinclair Spectrum 48 k og ég fékk hana þegar ég var 6 ára ( 1982 ) síðan komst ég í kynni við Apple IIc sem var alveg rosalega góð á sínum tíma og maður spilaði leikina í henni mikið. Síðan komst ég í tæri við Macintosh ( man ekki hvaða týpu ) í vinnunni hjá pabba og maður spilaði leiki þar. Ég spilaði nú mest gamlan skákleik hehe….
Síðan eignaðist ég Commodore 64, ég átti raunar tvær þannig og eyddi endalausum tíma í að spila leikina í henni. Svo þegar ég fermdist þá fékk ég Amigu 500 í fermingargjöf. Hún var alveg frammúrskarandi hvað varðaði grafík á þeim tíma ( 1989 ) en ég skipti henni fljótlega út og fékk mér Amstrad PC 1640 með 20 mb hörðum disk sem ég borgaði extra 15 þúsund krónur til að stækka úr 10 mb disk. Það var rosa peningur fyrir krakka á mínum aldri. Ég átti hana til 1992 þegar ég fékk mér 286 vél þegar ég var í skóla fyrir norðan og fannst hún bara ansi öflug. Svo átti ég 486 vél áður en ég fékk Pentium 75 mhz í kringum '96 minnir mig. Og haustið 1997 keypti ég rándýra vél Compaq 400 mhz vél með 19 tommu skjá og bassaboxi og látum. Hún var það besta á þeim tíma og hún entist mér í þrjú ár þangað til að ég uppfærði í febrúar í 800 mhz, en ég setti þá saman vél sjálfur í nýjum kassa sem ég seldi núna nýlega og er kominn aftur niður í 166 mhz vél sem ég keypti fyrir slikk, en það stendur allt til bóta í febrúar að fá sér “skriðdreka”. Þetta er allavega mín saga, hvernig er ykkar ?

Emil