XP hugleiðingar Jæja, er ekki kominn tími á að fjalla um Windows XP…

Fyrir u.þ.b. mánuði síðan lagði ég loks í að skella XP 2600 inn á ferðavélina mína. Bootaði upp á XP disknum, sem tók laaaangan tíma, quick formataði diskinn sem NTFS og setti kerfið upp. Þessi quick format möguleiki er bara ein argasta snilld, tók u.þ.b. 5 sek. að formata diskinn! Uppsetningin gekk vel fyrir sig og eftir um klukkustund var vélin uppsett með Windows XP. Ég þurfti ekki að setja neina drivera, bara innstall og ready :) Til að gera langa sögu stutta þá hefur þetta kerfi ekki krassað einu sinni, líkt og var með Win2000. Rock solid.

Svo núna um síðustu helgi ákvað ég að gerast svo djarfur að setja XP upp á vinnu-tölvunni minni. Það gekk sko ekki eins vel. (innskot; system specs: Abit KT7A-RAID T-bird 1GHz @ 1,2GHz, 512MB PC133 222, 2x IBM 45GB í RAID-0, GeForce 256 DDR, SB Live! + fl.) Eftir að hafa flutt mikilvægustu gögnin á annað partition þá var ég ready to go. Ræsti upp á XP disknum og hóf uppsetninguna. Í nokkur skipti stoppaði vélin alltaf í “Starting Windows” og vildi ekkki fara lengra. Setti “birdinn” á 1GHz og tjúnaði minnið niður en sama bullið. Þó fór hún stundum í setupið en feilaði alltaf á einhverjum fælum. Verulega skrítið. Eftir allt of margar tilraunir þá ákvað ég loksins að fara svona bakleið með uppsetninguna. Setti aftur á 1200MHz, 133BUS CAS2, ræsti upp á Win2000 disknum og setti það upp. Strax og það var komið upp þá skellti ég XP disknum í drifið og valdi “upgrade”. Ég veit að það er ekki besta leiðin, en ákvað að það gæti ekki skipt miklu máli þar sem að aðeins Win2000 var komið inn. Þetta gekk miklu betur og rúmum hálftíma síðar var XP desktoppið komið upp. Jibbí :)

Þetta er svona svipað og á ferðavélinni heima, þetta bara vill ekki krassa. Að vísu vildi það ekki setja upp WinOnCD 3,8. Uninstallaði því bara aftur og setti inn Nero sem virkar fínt. Svo var Office pakkin, AutoCAD og fleiri forritum dælt inn og enn er vélin eins og hún á að vera. Stöðug sem klettur. Ég var í smáveigis vandræðum með Win2000 þannig að hún var oft frosin þegar ég mætti í vinnu á morgnana. Þó fraus hún aldrei í daglegri vinnslu.

Það sem mér líkar einna best við XP, fyrir utan útlit og stöðugleika, er hvað það er gott að eiga við kerfið. T.d. neitaði AutoCAD að installast. Áður en ég hringdi í seljandannn þá prófaði ég að hægrismella á setup fælinn og þar undir er hægt að velja “Compatability” og þar er hægt að velja hvaða stýrikerfi á að láta forritið “halda” að sé að keyra. Ég valdi Win2000 og viti menn setupið fór í gang og forritið virkar fínt. Þetta kom líka fyrir í einu eða tveimur öðrum forritum Svo ákvað ég að prófa að setja inn LiveWare 3 fyrir Win2000. Það gekk fínt að installa en eftir restart komu upp villur. Uninstall á LiveWare og allt var eins og áður. Það koma ekki BSOD heldur disable’ar stýrikerfið sjálfkrafa viðkomandi driver/forrit og kemur með meldingu um að driverinn/forritið keyri ekki rétt.
Svo er líka einn fídus sem ég er að fíla í botn. Það er að það er hægt að logga sig út og láta forritin sem þú varst að keyra, keyra áfram, þó að þú loggir þig inn sem annar notandi. Snilld, sérstaklega þar sem menn eru að t.d. að keyra ftp server eða álíka og villt ekki að það “sjáist”.

Það virðist þurfa svolítið öflugan vélbúnað til að keyra XP. Ferðavélin er með 500MHz P3 og er svona í það hægasta fyrir XP’ið. Læt það samt eiga sig, enda vélin nánast eingöngu notuð á netið og sem MP3 juke-box. Hins vegar fynn ég ekki neinn mun á að keyra þetta á vinnu-vélinni, hvorki hraðara né hægara. Hef að vísu ekki benchmark’að.

Kostir XP:

Útlit
Stöðugleiki
Einfaldleiki við innsetningu (þegar það vitkar ;)
Og svo margt fleira

Gallar XP:

Vandræði við uppsetningu (þegar það virkar ekki ;)
Oft reynt að gera það of “idiot proof”
“Search” möguleikinn er hræðilegur.
Ekki svo margt fleira.

Ég tel að þetta kerfi sé það besta sem Microsoft hefur nokkurn tíma sent frá sér.
XP er til í bæði Home Edition og Pro Edition. Ég veit ekki nákvæmlega muninn en þó er FAT32 standard í HE en NTFS í PE. Ég veit eiginlega ekki hvað þeir eru að púkka upp á FAT skráarkerfið. FAT32 er ömurlegt skráarkerfi, fraggast í mauk og error eru daglegt brauð. Það er undantekning ef að villur koma upp á NTFS diskum. Hraðinn er kannski svipaður, þó yfirleitt NTFS í hag. Svo er náttúrulega fleiri möguleikar með NTFS, ss. alvöru pökkun, læsing skráa o.s.frv.

Djöfull nenni ég þessu ekki lengur. Þú ættir að fá verðlaun fyrir að nenna að lesa svona langt ;)

Kveðja,
BOSS
There are only 10 types of people in the world: