Athlon XP
Athlon XP

Jæja, þá kemur loksins tromp AMD á móti þessum high clocked Pentium 4 frá Intel, meet Atlon XP.

Svolítið ófrumlegt nafn en það munu örugglega einhverjir kaupa hann út á það :)

Ýmsar breytingar frá thunderbird(eða firebird eins og gárungarnir kalla hann) td;
1) Meira skyndiminni, 384kb on die cache vs 256kb á TBird.
2) Ný pökkun, þeir eru hættir að nota þetta keramik sem þeir notuðu og eru núna að nota svipað efni og er notað í PCB boards(skjákort ofl).
3) Full SSE support, og 3Dnow líka ofkors.
4) Minni orkunotkun, allt að 20% minnkun. Notar þó ennþá 1.75v
5) Hitamælir ON die, eins og hefur lengi verið hjá Intel, núna fáum við mikið nákvæmari hitamælingar :)
6) Það eru mismunandi skoðanir um þessa ákvörðum AMD, en hún á án efa eftir að afla þeim smá pening hjá fólkinu sem veit ekki hvað það er að kaupa :) Þeir eru hættir að gefa upp alvöru clock speed á örrunum og XP örrarnir heita núna td Athlon XP 1800+, en sá örgjörvi er í raun og veru aðeins 1533 mhz. Með þessu er AMD í rauninni að segja að XP 1800+ sé betri en 1800mhz p4, og það reynist alveg rétt hjá þeim ef við komum að benchmarks hérna á eftir.

Ég las góða grein hjá Anand Lal Shimpi á www.anandtech.com , enda treysti ég fáum öðrum fyrir góðum reviews..

Quake 3 sem hefur lengi verið tromp pentium 4 og hann hefur haft afgerandi forustu þar.. þangað til núna.

Quake III Arena 1.29g 640 x 480 - High Quality
–Intel Pentium 4 2.0GHz 242.1fps
–AMD Athlon XP 1.53GHz (1800+) 237.8fps
–Intel Pentium 4 1.9GHz 233.9fps

Eins og þið sjáið er þetta greinilegt rúst :)

Í WolfensteinMP Testinu tekur Athlon XP P4 algjörlega í nefið;

Wolfenstein MP Test atdemo6 - 640 x 480 - Max Settings
AMD Athlon XP 1.53GHz (1800+) 56.1fps
AMD Athlon XP 1.47GHz (1700+) 54.2fps
AMD Athlon XP 1.40GHz (1600+) 52.3fps
AMD T-Bird 1.4GHz 50.6fps
Intel Pentium 4 2.0GHz 50.4fps

Sömu sögu er að segja í Max Payne, nema þar fær p4 enn verri útreið, og enn verri í serious sam :)

PS, Systemin sem þetta var prófað á voru svona uppbyggð:
AMD: EPoX EP-8KHA+ móðurborð, 256MB DDR266 Crucial (CAS2) DDR SDRAM, NVIDIA GeForce3 64MB DDR
P4: ABIT TH7-II RAID (Intel 850), 256MB PC800 Mushkin RDRAM, NVIDIA GeForce3 64MB DDR

PPS, ég er ekki að taka bara hluta af testnum í reviewinu, ég hélt að þið hefðuð frekar áhuga á svona leikjatestum enda skipta hin minna máli.. En það fór eins og öllum testinum, 1,53ghz var annaðhvort efstur eða næst eftstur(á eftir næstum 0.5ghz hraðari örra sem kostar meira).

PPPS, VARIÐ ykkur á öðrum testum hjá einhverjum minni spámönnum, Andand testar þetta á móðurborði sem að ég held er að nota KT266A og er framtíðarchipset fyrir AMD, og hefur mun betra performance en hið vinsæla AMD761 eða KT266, (nota bene þá er Tom@tomshardware að nota AMD761 móðuroborð sem gefur lélegra performance)
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”