GeForce3 Titanium series !

Nú eru komin út 2 ný GF3 kort. Þá samanstendur GF3 fjölskyldan af:

GeForce3 Ti 500 (nýja “flaggskipið”)

Graphics Core:256-bit
Memory Interface:128-bit DDR
Fill Rate:3.84 Billion AA Samples/Sec
Operations per Second:960 Billion
Memory Bandwidth:8.0GB/Sec


GeForce3 (“gamla” GF3 kortið sem menn eru farnir að kalla “Classic”)

Graphics Core:256-bit
Memory Interface:128-bit DDR
Fill Rate:3.2 Billion AA Samples/Sec
Operations per Second:800 Billion
Memory Bandwidth:7.36GB/Sec


GeForce3 Ti 200 (ódýrari týpa af GF3)

Graphics Core:256-bit
Memory Interface:128-bit DDR
Fill Rate:2.8 Billion AA Samples/Sec
Operations per Second:700 Billion
Memory Bandwidth:6.4GB/Sec

Ef ég væri að fara að kaupa mér GF3 þá myndi ég bíða aðeins. GF3 classic mun lækka, því að talað er um að Ti 500 muni koma til með að kosta um $350 (en classic er á því verði í dag). Þá mun Ti 200 líklegast verða á um $150-200.

Anandtech, Tommi kallinn og fleiri eru helst að mæla með að kaupa Ti 200, berandi sman performance og verð. Ti 500 er ekki það miklu hraðari er hin, ekki allavega svo hægt sé að réttlæta verðmuninn (Ti 500 er um 9-10% hraðari en Classicinn). Þeir sem náttúrulega vilja vera með það flottasta og hraðasta sem til er þurfa ekki að pæla meira í því. Ti 500 er það hraðasta sem til er !

Málið er að þetta er ekki eins mikið stökk upp á við eins og þegar GF2 Pro kortin komu út, þá var það “memory bandwidth” aukning upp á 38% (Tom´s Hardw.) en aðeins 9-10% nú. Munurinn á milli Ti 200 og Classic mun vera um 5-15%. Svo er e-ð Core Clock aukning en ég ætla ekki að þykjast skilja allt það dæmi

En auðvitað langar manni bara í Ti 500 kort ! :)

Ennfremur er rétt að geta þess að það kom líka fram GF2 Ti kort, en það mun ekki vera að performa neitt betur en GF2 Pro kortin þannig að ástæðulaust er að fara að stökkva á eftir því.

Menn sem vilja skoða GF3 Ti series á útlenskunni geta farið á:
http://www.nvidia.com/view.asp?PAGE=geforce3
http://www6.tomshardware.com/graphic/01q4/011001/index.html
http://www.anandtech.com/video/showdoc.html?i=1539
http://www.hardocp.com/reviews/vidcards/nvidia/gf3ti500

Þar er hægt að sjá hardcore performance test í Quake, Wolfenstein og margt fleira.

p.s.
Mikið verður gaman að sjá hvað þessi kort koma til með að kosta hér, það verður eitthvað sorglega hátt :(

Xits