Sælir,

Ég ætla mér að gera grein um Bita og Byte, Því það er mikill misskilningur um að þetta sé sami hluturinn.

Einn biti 1/8 af einu byte, þá eru 8 bitar í einu byte. svo er sett forskeiti.

t.d.
-Kilo
-Mega
-Giga
-Tera
Ofl.

Miskilningurinn:

Misskilningurinn er sá t.d. þegar er verið að kaupa internet tengingu, þá er talað um t.d. 6 megabita tenginu, en það er ekki raun hraði tekur þessi 6 megabite og deilir með 8, þá færðu réttan hraða. svo það mun vera 6/8=0,75 eða 750 Kilobytes

Einnig með harðadiska. Þá er talað um að SATA II sé 3 Gigabita, En er í raun 3/8= 375 megabytes

USB er gott dæmi, þar er talað um 480 megabites pr/sek, En er í raun 480/8=60 eða 60megabytes pr/sek, svo ef þú ert með flakkara sem er USB tengdur, og ætlar þér að flytja fæl sem er 600megabytes, þá tekur það þig 10sek að flytja, en ekki um 2sek.

-Eitt byte eru 8 bitar
-eitt kilobyte eru 1024 bytes eða 8192 bitar
-eitt gigabyte eru 1024 kilobytes eða 8388608 bitar.

Svona er þetta koll af kolli, og gott er að skoða hvort það sé verið að tala um bytes eða bita.

takk fyrir mig, og endilega laga villur :)