Enda á Nonni karlinn ekkert verra skilið en verulega kurteisi. :) Ef ég fer á fína staði haga ég mér eins og kóngur… en hjá Nonnabitum er það “The Man” sem ræður. Ég ber talsverða virðingu fyrir honum. Ef það er eitthvað vesen… ÚT. Og það var rétt á þessa djöfuls krakkafábjána sem geta ekki hagað sér eins og Homo Sapiens í þrjár mínútur í einu. :)
Allavega, nóg um hinn prýðilega klassa-veitingastað Nonnabita.
Ég hef bara heyrt góða hluti um Hugver. Dýrir eru Satans fulltrúar, EJS, fyrir að vera forsprakkar hryðjuverkasamtakanna Microsoft á Íslandi… en fjandinn hafi það, *þeir* veita sko þjónustu í lagi. Pabbi gamli verslar nær eingöngu við þá hvað varðar PC vélar. Eitt sinn fór karlinn með bilaðan geislaskrifara í viðgerð, afgreiðslugaurinn ætlaði bara að kíkja á gripinn, tryggja að hann væri bilaður og þá myndi hann fá nýjan bara, og bað föður minn um að koma daginn eftir.
Í föður minn er hringt aftur um kvöldið, frá EJS, og honum tilkynnt (með afsökunarbeiðni víst), að geislaskrifarinn hefði verið bilaður eins og karlinn vildi meina, en að þessi geislaskrifararnir væru búnir en ný sending kæmi eftir viku.
Þarna var semsagt starfsmaður sem hringdi í pabba gamla *eftir lokun*, til þess sérstaklega að spara honum fýluferðina daginn eftir. Alltaf hafði maður nú lítið álit á EJS fyrir að vera dýrir, en þetta verð þeirra er líka ekkert af ástæðulausu. :)
Tæknival/Aco hafa alltaf reynst mér og karlinum vel, líka.
— TUX ENDS —
— BSD BEGINS —
Núna ætla ég að vera harðorður, því annað get ég sko sagt ykkur um óafsakanlegar skítabúllur eins og BT og TækniBæ. BT er notlega hrákaverslun… ef maður er það heppinn að ná í einhvern eftir að hafa hringt í aðeins 20 mínútur, veit viðkomandi *nákvæmlega ekki neitt* í sinn haus og sér sér greinilega ekki fært um að athuga blaðsnefil einhvern á meðan viðkomandi er í símanum. Þess í stað er manni hent í einhvern annan… þar sem önnur 20 mínútna bið liggur fyrir… sem einmitt veit ekki neitt heldur, og áfram heldur það. Ef maður svo finnur einhvern sem veit eitthvað, segir hann manni bara hvaða vitleysu sem er. Þetta myndi ég ekki erfa við fyrirtæki sem ég hefði lent einu sinni í… en þetta hefur gerst nákvæmlega undantekningalaust sem ég hef hringt í BT, og gerði ég það mikið á tímabili í leit að ódýrum vélbúnaði. Þetta er bara eitt… sölumennirnir virðast nákvæmlega ekkert vita um tölvur yfirhöfuð, og þvaðra bara eitthvað marketing speach þegar maður vill fara að tala við þá um innimat tölvunnar. Einn vildi t.d. meina að Celeron væri það besta sem ég gæti fengið á markaðnum (þegar PentiumIII var kominn út, og athugið að hann nefndi ekkert “miðað við verð”).
Ennfremur hef ég fengið “topp diska” hjá þeim sem kostuðu skít og kanil, en þeir hefðu líka ekki átt að segja mér að þetta væru… “topp diskar”. Ég vissi auðvitað betur, en það er ekkert sjálfsagt mál að ég þekki mun á góðum og lélegum ritanlegum geisladiskum sem kúnni.
Félagi minn trúði mér fyrir því um daginn að hann stæli öllu steini léttara sem hann kæmist í hjá BT (en engum öðrum, athugið)… venjulega finnst mér nú þjófnaður aumkunnarverður nema kannski vegna nauðsynja… en ég stóð mig að verki við að glotta bara og hrósa honum. ;) Ég ætla ekki að réttlæta þjófnað hans, en bara að sýna fram á álit mitt og þeirra sem ég þekki á þessari vitleysu sem kallast BT. Ég hef nákvæmlega *ekki eina* góða reynslusögu að segja frá BT. *Allir* sem ég þekki sem hafa keypt tölvur þaðan, bölva BT… nema notlega kannski ömmurnar sem halda að tölvur eigi bara að vera svona mikið djöfuls rusl. Þeir eru með umboð fyrir lélegar vörur, og eru greinilega ekki að leggja metnað sinn í vörur og hvað þá þjónustu.
Annað fyrirtæki sem mig langar til að bölva í sand og ösku er TækniBær. Eigandinn þar á bæ, sem ég man ekki hvað heitir, segir manni hvaða vitleysu sem er til að maður kaupi drasl af honum. Til að mynda vildi hann meina að maður fengi ekkert móðurborð sem styddi ákveðinn hraða örgjörva, nema það væri með einhverju svaka drasli á, sem hann vildi einmitt selja. Félagi minn sem var með mér labbaði út með mér og tjáði mér það sem ég vissi þá þegar, að maður ætti ekki að treysta þessum manni fyrir neinu. Svo að við fórum í Tæknival, og þar var sölumaður stórfurða á orðum eigandans… þvílík firra var það semsagt að móðurborð sem hentaði félaga mínum væri ekki til.
Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira um TækniBæ, fékk nóga útrás á BT… en allavega vita það reyndir tölvumenn að maður á ekki að versla við svona fyrirtæki.
Ég bendi aftur á að ég þekki nokkra sem halda sig við ákveðnar verslanir, og er þar helst að nefna Tæknival, EJS, Hugver og Tölvudreifingu.
Reyndar eitt sem ég vil koma að, núna að lokum. Tölvudreifing virðist alveg standa fyrir sínu, þó að mér skiljist að það séu sömu aðilarnir og kallist TækniBær. En munurinn er auðvitað að hvað varðar Tölvudreifingu, velur maður sér sinn búnað sjálfur, helst þá á Computer.is, og setur saman sínar græjur sjálfur. ;)
Enda yfirleitt fyrir bestu. :)
Þið sem viljið verja BT eða TækniBæ (ekki að ég geti ímyndað mér að það séu margir)… good luck. ;)