Ég ætla að fjalla stuttlega um system requiremnts fyrir Windows Vista sem að er að koma einhverntímann á seinni hluta þessa árs eða í byrjun þess næsta.
Athugið að Microsoft er ekki búið að setja fram einhverjar offical requiremnts fyrir Vista þannig að þessi grein er byggð á því sem þykir líklegt og Microsoft menn eru búinir að gefa einhvað aðeins af upplýsingum um.
Byrjum á örgjörfanum: Allir nýjustu örgjörfar frá bæði Intel og AMD ættu að vera fínir fyrir Vista, þar sem þeir eru flestir 64bita.
Vinnsluminnið: Áætlað er að minimum verði 512mb en það verður sennilega nokkurnveginn nauðsinlegt að hafa 1gb en 2gb væri best.
Skjákortið: Skjákortið á eftir að verða mjög mikilvægt til að keyra Vista vel út af nýja Windows Aero útlitinu. Þá er talað um að 256mb með DirectX 9.0 verði nauðsinlegt til að nota Aero útlitið en það er hægt að sjá lista yfir skjákort sem styðja Windows Vista frá Nvidia og ATI hér: http://www.nvidia.com/page/technology_vista_home.html
og hér: http://www.ati.com/technology/windowsvista/Products.html
Harður Diskur: Ég myndi mæla með 250gb af plássi eða meira en stýrkerfið sjálft mun sennilega taka 4-6gb þegar búið er að setja allt up. Til að tölvan virki sem hraðast skaltu gleyma IDE, því SATA er málið.
Þannig að ef þú ætlar að kaupa þér tölvu í dag sem á að vera tilbúin fyrir Windows Vista þá mæli ég með að kaupa tölvu í hærri kantinum hvað afl varðar en maður þarf enga ofurtölvu.