Um þessar mundir eru fyritæki á borð við Alienware (Dell) og Falcon Northwest að bjóða kaupendum tækifæri á að búa til tölvur sem innihalda svo kölluð Physics kort. Ég ætla ekki að kalla þau eðilsfræði kort þannig að þið verðið bara að þola enskuna. Physics kort eru kort með svo kölluðum Physics örgjafa. Í stuttu máli er örgjafinn hannaður til að reikna þá eðlisfræðilega útreikninga sem eru til staðar við spilun á leikjum og í ýmissi grafískri hönnun. Þ.e. þeir útreikningar sem vanalegu verða gerðir í örgjafa tölvunnar eru núna komnir yfir á sérhannað kort sem eykur afköst tölvunnar og getur einnig gert tölvunni kleift að sýna flóknari physics brellur. Með svona korti myndast einhverskonar þríeyki í tölvunni. T.d. við spilun í leikjum sér örgjafinn um að hugsa og reikna út næstu færslur, skjákortið sér um að sýna þessar færslur og physics kortið sér um að minnka álagið á örgjafanum og sýna raunverulegri hreyfingar (mjög einfaldað náttúrulega). Aegia sem eru hönnuðir kortsins ætla að setja kortin á markað fyrir almenning í fyrsta eða öðrum fjórðung ársins. Þessi kort munu kosta um $300 bandaríkjadali og er það frekar gott verð miðað við að bestu skjákortin í dag kosta vel yfir $500. Einnig er gott að nefna að PhysX kortin, eins og þau munu heita, verða ekki úrelt á nokkrum mánuðum því að Aegia ætlar sér einfaldlega að uppfæra þau í gegnum rekla. Þessi kort verða vonandi jafn byltingakennd og þær líta út fyrir að verða en ekki er alveg vitað hvort þessi kort munu seljast vel, eins og sagt var um Aegia: “ The year 2006 is the year where Aegia either makes it big or files for bankrupcy” . Meira um þessi kort er hægt að sjá hér: http://www.ageia.com/products/physx.html og hér : http://physx.ageia.com/index.html
(Skoðið sérstaklega demóið fyrir Cellfactor) Ég mæli endilega með að þið kynnið ykkur málin áður en þið ætlið að uppfæra.