Nægjanleg kæling í tölvukassann þinn er nauðsynleg fyrir hámarksvirkni og nýtni á öllum þeim rafmagnshlutum sem eru inní kassanum þínm.
Meiningin með þessari grein er að skýra fyrir ykkur mikilvægi nægrar kælingar í kassann ykkar.
Kassaval og Kæling
Almennilega kæld tölva byrjar á kassanum. Góður PC-kassi þarf að bjóða uppá nóg pláss fyrir viftur auk þess að vera úr málmi (helst áli) til að dreifa eða draga úr hita. Ál hefur aðeins betri “hitadreifinga eiginleika” heldur en stál (ál og stál eru algengustu efnin til PC-kassagerðar), sem virkar samt vel.
Þegar þú velur þér kassa, veldu þá kassa sem hefur a.m.k: eitt blástursop sem blæs á hörðu diskana, eitt blástursop á toppi kassans, eitt blástursop á hlið kassans og svo nóg pláss að aftan til að staðsetja öfluga viftu til að loftræsa heitu lofti út úr kassanum. Þar vil ég benda á að 120mm viftur kæla betur auk þess að skapa minni hávaða en minni viftur. Hafið í huga að velja kassa með plássi fyrir sem flestar 120mm viftur.
Loftflæði
Eftir að hafa valið góðan kassa verður að ákveða hvort þú ætlir að hafa “jákvæðan eða neikvæðan” þrýsting á kassanum. Það þýðir hvort það blási meira loft inn eða út.
“Neikvæður þrýstingur” : Ég ætla aðeins að fjalla um neikvæðan þrýsting, þ.e. að það er meira loftflæði út úr kassanum en inn. Þetta mun framleiða lofttæmi sem skapar stöðugan straum af köldu lofti og heldur “dauðum svæðum” í lágmarki, þau svæði sem að kalda loftið nær ekki til.
Yfirleitt er loftið sogað út frá viftu að ofan og vifu/um að aftan. Þetta skilur eftir sig viftur að framan og á hliðunum til að soga inn kalt loft. Oftast nægja tvær 120mm viftur, (ein að framan sem blæs inn köldu loft og ein að aftan ein sem blæs út heitu lofti) + aflgjafaviftan, til að að fullnægja nægjanlega köldum kassa með góðu loftflæði. Til að halda þessum svokallaða neikvæða þrýsting vertu viss um að vifturnar sem blása heitu lofti út séu með meira magn af CFM(stendur fyrir “Cubic Feet per Minute”) en þær sem blása kölfu lofti inn. CFM = það magn af lofti sem viftan blæs á mínútu, því meira því betra.
Viftur
Þegar þú velur þér viftur ættiru þá helst að fá þér sem flestar 120mm, hafa sem minnst dB til að hafa þær hljóðlátar og sem mest CFM. Svo er mjög gott að hafa filtera á þeim viftum sem blása inn svo að kassinn fyllist ekki af ryki.
Ég vona að þessi grein mín hafi aukið skilning ykkar á kælingu. Ég þakka bara fyrir mig.