Jæja mig langaði til að setja upp tölvuna mína, þ.e.a.s. hvað hún kostaði ný (keypt í sept. 2004) og hvað hún myndi kosta í dag. Hún var keypt í task.is
Kassinn: Ég (því miður) keypti ég mér Xblade kassa ásamt 400W aflgjafa. = 15.000 kr.
Móðurborð: Chaintech Zenith 9CJS. = 23.000 kr.
Örgjöfi: 3,0 GHz Intel P4 800MHz FSB 1MB cache (socket 478). = 25.000 kr.
Vinnsluminni: 2x256 mb kubbar, PC3200 OCZ Value Series 400 MHz = 10.000 kr.
Harður Diskur: 200 gb Seagate Baracuda ATA100 7200sn 8MB buffer = 15.000 kr.
Skjákort: Chaintech GeForce FX5700 ULTRA AGP 8X 128mb = 20.000 kr.
Drif: 1 Comdo drif 16X NEC ND-3500 DVD+RW/-RW Dual Layer - svartur = 6.000 kr.
Viftur: 1 Zalman örgjöfavifta + 2 stk Ljósaviftur = 5.000 kr.
Annað: Mús, mx510, Chicony lyklaborð og XP Home = 16.000 kr.
Samtals: 135.000 kr.
Núna í dag myndi þetta nýtt kosta um svona 90.000 krónur (næstum því einu og hálfu ári síðar, samt örugglega hægt að fá þetta ódýrara). Þannig að 135.000-90.000= 45.000 verðrýrnun eða 33,33%
Þetta eru skuggalegar tölur fyrir 1 ár og 4 mánuði.
En hvað haldiði að ég fengi fyrir hana núna notaða ?