Sælir.
Nú nálgast jólin og ég fékk þá flugu í hausinn að það væri alls ekki ósniðugt að koma með upplýsingar og lista yfir kaup á vélbúnaði fyrir fólk í vafa :)
Ég ætla að skipta þessu í 3 flokka, og einn í bónus :
1. Lágmarks – Fyrir fólk sem þarfnast ekki eða hefur engan áhuga á t.d. myndvinnslu eða nýjustu tölvuleikjunum.
Best fyrir fólk sem notar tölvur ekkert rosalega mikið.
2. Miðlungs – Fyrir fólk sem eyðir ágætlega miklum tíma í tölvum og hefur jafnvel gaman af tölvuleikjum.
3. Hámarks – Fyrir fólk sem hefur mjög gaman af tölvuleikjum og vill njóta þeirra til fullnustu sama hvað það kostar :)
4. Peningar hvað ?
———————————————–
Athugið að þessi grein er bara persónulegt álit mitt. Einnig ætla ég bara að nefna það helsta, ég ætla ekki að fara út í t.d. kælingu eða kassa o.fl.
Fólk getur notað þessa grein til viðmiðunar og ætti alveg að geta fundið sér kassa og fleira við sitt hæfi. Ég get nefnt nokkrar verslanir sem þið getið kíkt á þó :)
www.att.is
www.start.is
www.task.is
www.tolvuvirkni.net
Aðeins um örgjörva og skjákort áður en við byrjum.
Örgjörvar :
Valið stendur á milli Intel eða AMD. Munurinn á þessum örgjörvum er að Intel á að vera betri í “multi-tasking”, þ.e. að sinna mörgu í einu og AMD á að vera betri í leikina og að vinna betur við að sinna færri hlutum í einu.
Skjákort :
Svipað og með örgjörvana þá eru 2 fyrirtæki sem heita Nvidia og Ati. Í raun er oft ekki neinn rosalegur munur á skjákortum þessarra tveggja fyrirtækja en það er þó einhver munur á stundum.
Skellum okkur nú í þetta.
-
1. Lágmarks
Örgjörvi : Ef ég væri að fara að kaupa mér vél sem ætti í grundvallaratriðum ekki að sinna neinu öðru en að virka og vera sæmilega hraðvirk þá tæki ég AMD Sempron 3000+ Retail örgjövann.
Móðurborð : Þar sem ég valdi AMD örgjörva þá verð ég að fá mér móðurborð sem styður hann. Í þessu tilviki fengi ég mér MSI K8N NEO FSR – nForce3 móðurborðið.
Skjákort : Þar sem þessi tölva á ekki að sinna neinni þungri vinnu þá fengi ég mér Nvidia FX5200 128MB kort.
Aflgjafi : Þar af leiðandi þarf ég ekki öflugan aflgjafa þannig að ég fengi mér 350w Antler Allied P4 ATX aflgjafann.
Vinnsluminni : Enn og aftur þar sem þetta er lágmarkstölva, þá fengi ég mér annað hvort 256MB minni eða 512MB minni.
NIÐURSTAÐA :
AMD Sempron 3000+ Retail = 8.750 kr. í www.att.is
MSI K8N NEO FSR – nForce3 = 7.450 kr. í www.att.is
Nvidia FX5200 128MB = 4.200 kr. í www.start.is
350w Antler Allied = 3.800 kr. í www.tolvuvirkni.net
Corsair vinnsluminni (256MB) = 2.200 kr. í www.att.is
Samtals = 26.400 kr.
———————————————–
2. Miðlungs
Örgjörvi : Persónulega finnst mér AMD vera með bestu miðlungs örgjörvana. Ég tæki AMD64 (939) 3500+ örgjörvann hiklaust.
Móðurborð : Abit AX8 verður fyrir valinu hér. Mjög fínt móðurborð.
Skjákort : Hér tekur ATI vinninginn hjá mér. X800 256MB kortið er mjög gott miðlungs(brýtur nú kannski miðlungs múrinn) kort.
Aflgjafi : Þessi tölva þarf meira afl og því tek ég SilentX 400W aflgjafann.
Vinnsluminni : Corsair ValueSelect 1GB DDR400 minnið er mjög gott val hér.
NIÐURSTAÐA :
AMD64 (939) 3500+ Retail = 18.250 kr. í www.att.is
Abit AX8 = 8.490 kr. í www.start.is
X800 256MB = 19.950 kr. í www.att.is
SilentX 400W = 8.990 kr. í www.start.is
Corsair ValueSelect 1GB DDR400 = 11.950 kr. í www.att.is
Samtals = 67.630 kr.
———————————————–
3. Hámarks
Örgjörvi : Enn og aftur vel ég AMD. Ég tæki X2 4400+ örgjörvann, dualcore er eðal :)
Móðurborð : Það koma tvö móðurborð til greina hér. Annars vegar er það LANPARTY UT nF4 SLI-DR borðið og hins vegar er það MSI K8N SLi Platinum borðið. Ég einfaldlega hef bara ekki lesið um þau nóg til þess að dæma. Kannski að einhver komi með dóm :) Það er allaveganna alveg 50 kr munur á þeim þannig að það hlýtur að vera eitthvað :P
Skjákort : Nvidia hefur vinninginn hérna án efa. 7800 GTX 256MB er þrusukort og á svo sannarlega skilið að vera í þessum lista.
Aflgjafi : Ég tæki líklegast Fortron 400W Blue Storm aflgjafa hér. En það væri fínt ef einhver er vel að sér í aflgjöfum að mæla með einhverjum.
Vinnsluminni : OCZ Value Series Dual Channel 2048MB, hef ekki reynslu af því en ég myndi líklegast fá mér svona.
NIÐURSTAÐA :
X2 4400+ = 47.950 kr. í www.att.is
LANPARTY UT nF4 SLI-DR = 16.900 kr. í www.start.is
Eða MSI K8N SLi Platinum = 16.950 kr. í www.start.is
7800 GTX 256MB = 43.750 kr. í www.att.is
Fortron 400W Blue Storm = 8.990 kr. í www.task.is
OCZ Value Series Dual Channel 2048MB = 26.190 kr. í www.task.is
Samtals = 143.780 kr.
———————————————–
Enda þetta á því að setja eina vél saman þar sem peningar skipta engu máli :)
Örgjörvi : AMD64 (939) FX-57 = 106.990 kr. í www.task.is
Móðurborð : MSI K8N SLi Platinum = 16.950 kr. í www.start.is
Skjákort : 2 7800 GTX 256MB kort = 87.500 kr. í www.att.is
Aflgjafi : Fortron 500W Blue Storm = 11.900 kr. í www.task.is
Vinnsluminni : OCZ EL Gold Edition Dual Channel 1024MB = 17.390 kr. í www.task.is
Samtals = 240.730 kr.
-
Flott líka að þið nefnið ykkar drauma tölvu ef að peningar kæmu málinu ekkert við :P
Jæja, nenni ekki meir, þakka fyrir mig :)
Hvet alla til að senda inn greinar, rífa þetta áhugamál upp, veit að það er hægt :)