Valgeir (bluntman) hefur undanfarnar vikur, verið að segja mér frá nýjustu skjákortum. Með ýmsum lýsingum frá F.E.A.R og hvað nVidia er að gera góða hluti en ATi ekki.
Ég hlusta náttúrulega af miklum áhuga og hægt og rólega, eykst skilningur minn á þessum tækjum, sem gera lífið betra (á sinn hátt).

Taldi ég að það væri komin tími fyrir nýtt skjákort í mína vél. Ég var búinn að vera með Radeon x300 SE PCI-e í meira en ár og aldrei verið ánægður með það. Þannig, ég ákveð að skella mér á nVidia 7800GTX OC 256mb kort. Tímasetningin hentaði ótrúlega, því að gamla settið var að fara til Bandaríkjanna eftir fáeinar vikur.

Þvímiður var GTX útgáfan af kortinu uppseld, þannig ég ákveð að skella mér á GT útgáfuna af því.

Nokkrum dögum seinna, kemur kortið heim að dyrum.

Ég opna vélina mína og skelli kortinu inn, hendi gamla Radeon kortinu upp í geymslu og ætla að láta það rotna þar :)

Þegar kortið er komið í, fer maður að láta reyna á það. Ég set inn nýjustu drivera og set inn 3dMark05. Ég stilli kortið mitt í þokkalegar stillingar, AA, Vertical Sync og AF sett í gang.

Þar sem 3dmark útgáfan mín var aðeins prufu útgáfa gat ég ekkert stillt það. Þannig, ég læt vaða.

Ég fylgist með þessum 3 3D klippum renna í gegn með mikillri gleði. Loka niðurstaðan var 6272. Það þótti mér ansi gott meðað við það að ég hafði verið að fá undir 800 með Radeon kortinu mínu.

Nú ákveð ég að fara prófa leiki. Ég ákveð að prófa nýlega leiki sem eru víst með góða grafík, ef allt er stillt á þá vegu.

Star Wars: Battlefront 2

Þessi leikur er með virkilega flott “lightning” kerfi. Ég set allar grafíkstillingar í hæðsta, bæði í leiknum og á kortinu.

Leikurinn rennur eins og knífur í gegnum heitt smjör. Ekkert tikk, ekkert “FPS” tap.

Með góðri grafík, flottu lightning systemi, góðum skuggum og öllu sem maður þarfnast kemur saman í þessum vel gerða leik. Rennur eins og draumur í vélinni minni :).

Screen
Screen
Screen

Er að reyna að sýna ykkur lýsinguna sem maður getur fengið með þessu korti í þessum leik, en maður fær ekki “fílingin” fyrir því nema með því að prófa

Battlefield 2

Já, þessi leikur þarfnast meiri vinnsluminnis ef maður ætlar sér að spila í High. Ég reyndi þó, og má sjá niðurstöður hér .

Screen
Screen
Screen
Screen
Screen

Half Life 2

Með Bloom í gangi, allt sett í high, þá spilast þessi leikur gífurlega vel. Hér eru nokkur skjáskot sem þið getið skoðað.

Screen
Screen
Screen
Screen
Screen

Allir leikir eru spilaðir í Hæsta quality, 1024x768, 4x AA og 8x AF og Vertical Sync líka í gangi.

Að spila leiki með svona kort er algjör snilld! Stór breyting frá þeim tímum þar sem maður gat ekki spilað leiki án þess að vera í Low Quality.

Snilldar kort sem opnar nýja vídd inn í leikjaheiminn. Ef þið eruð að leita ykkur af “ódýru” en samt snilldar korti, þá er þetta máið.

Keypti kortið hérna

Kortið kostar um 25.000 krónur úti í Bandaríkjunum, en er nokkuð dýrara hérna heima.

Kortið kemur með viftu, sem er nokkuð hávær, en heldur hitastiginu í kortinu á góðum stigum. Oftast í kringum 60°. Svolítið hávær þegar mikið er að ske, en þá veit maður að hún sé að vinna sitt starf :)

Vonandi nutuð þið að lesa þessa grein,og skora ég á ykkur um að koma með fleiri greinar inn á þetta áhugamál :)