20X CD-R frá Yamaha Yamaha var nýlega að setja á markað geislaskrifara sem getur skrifað á 20X hraða sem þýðir að hann er 3:50 að skrifa heilan geisladisk (theoretical hraði). Í raun var hann 4:59 að skrifa 79mín geisladisk í prófun sem Toms Hardware Guide gerði.
Þrátt fyrir það er hann samt allra sneggsti skrifarinn á markaðnum.
Þegar maður er farinn að tala um svona mikinn hraða þá koma alltaf upp vandamál með hið hataða Buffer Underrun. Yamaha hefur þó hugsað fyrir því með því að setja í drifið svokallaða SafeBurn tækni sem samanstendur af 8MB internal databuffer og einnig stillanlegum skrifunar hraða sem þýðir að skrifarinn hægir sjálfur á sér þegar bufferinn er að fyllast.

Ekki nóg með það heldur er drifið líka sneggst að snúa diskinn upp og niður og það hefur einnig einna hraðasta gagnaflutninginn og stysta access tímann.

Bara einn ókostur… tækið kostar heila $180 í útlandinu þannig að hingað komið með tollum, vsk álagningu osfrv myndi ég giska á 40-50 þús. útúr búð.

Rx7