Hvað varð um LS-120? Sælir Hugar

Hef hef verið að velta því fyrir mér hver stýrir því hvaða tölvubúnaður kemur til landsins. Maður hefur lesið um vélbúnað í erlendum tímaritum og á netinu en einhvern vegin virðast sumir hlutir hreinlega ekki rata til landsins. Ég nefni til dæmis LS-120 drifin sem held ég áttu að leysa af hólmi Floppy. Svonefnd SuperDisk Technology sem rýmdi 120 MB á hvern disk. Það hlýtur nú að vera betra heldur en þessir löngu úreltu 1,44 MB Floppy diska. Og aðeins skárra en að hafa 600 - 700 MB CD diska sem væri kannski óþarfi að brenna nokkrar skrár ef maður hefði LS-120. Meira að segja að þessi tækni er orðin gömul þarna úti og flest allir hættir að selja þetta.

En af hverju kom það ekki til landsins? Hvers vegna náði LS-120 ekki vinsældum?

Ekki veit ég

Kveðja
einsi