Elantec Semiconductors kynnti nýlega nýjan Laser-díóðu driver (dæmið sem stýrir lasernum) fyrir bláa/fjólubláa laser geisla.
Venjuleg geisladrif notast við rauða/innrauða geisla sem hafa sveifluvídd uppá 780-850nm (innrautt) og 635-670nm (rautt). Bláir geislar hafa sveifluvídd uppá aðeins uþb 400nm. Þetta hljómar kannski eins og óskiljanlegt bull en þetta þýðir að hægt er að einbeita geislanum á minna svæði og þar með gera pittina (það sem laserinn skrifar/les af diskum) miklu minni sem þýðir meira magn á minna svæði. Þetta þýðir samkvæmt Elantec 350%-400% aukningu á gagnamagni sem kemst fyrir á geisladisk (hvort sem það er CD,DVD, minidisk osfrv.).
Annað sem er sniðugt við dræverinn sem heitir EL6250C er að hann sameinar allar aðgerðir geisladrifa (lesa,skrifa etc.) í einni flögu sem sparar pláss inni í drifinu.
Elantec stefnir á að EL6250C komi á markað haust/vetur 2001.
Er þetta enn eitt gadgetið sem á aldrei eftir að komast í almenna notkun eða er þetta framtíðin? 650MB er farið að verða nokkuð lítið þannig að ég vona að einhver sniðugur framleiðandi sýni virka heilastarfsemi og komi með tæki á markaðinn sem getur notast við bæði rauðan og bláan Laser til að tæknin eigi auðveldara með að komast í almenna notkun og við getum farið að skrifa 2,6GB á venjulega CD-R diska.
Þið getið skoðað fleira sem Elantec framleiðir <a HREF=http://www.elantec.com/>Hér</a>
Rx7