Meðan að flestir eru að bíða óþreyjufullir eftir því að nýju LCD framleiðslu aðferðirnar sem IBM og aðrir þróuðu geri LCD-ana soldið ódýrari svo við getum farið að hugsa um að fá okkur þá fer NEC beinustu leið yfir í overkill-ið.
NEC var að tilkynna nýjustu viðbót þeirra við LCD skjámarkaðin:
PlasmaSync 61MP1. Þessi risi hefur upplausn uppá 1365 x 768 XGA og meðal þess sem hann styður eru tvær skjámyndir á sama skjá (split screen), mynd-í-mynd, digital zoom og einnig er hægt að tengja venjulegt, S-VHS og HDTV (stafrænt sjónvarp) við tækið.
Fyrir þá sem ekki vita hver munurinn á plasma og venjulegum TFT LCD til dæmis er þá er bara að kíkja á muninn á skjánum á laptop-unum inní BT og Plasma sjónvarpinu sem er í Kalíber kringlunni ss víðara viewing angle og bjartari skjár.
Þessi risi er aðallega ætlaður fyrir fundarherbergi og þess háttar en miðað við að verðmiðinn er heilir 28000 dollarar í USA og 25000 pund í bretlandi þá held ég að það væri nú bara miklu betra að fá sér projector.
Það má líka bæta því við að þessi skjár er sá stærsti í heimi.
Rx7