Nvidia gefur út nýtt Móbó Chipset Nvidia afhjúpaði í gær Nforce sem er nýtt chipset fyrir móðurborð.

Þetta chipset er mjög tilkomumikið og þegar maður les yfir listann um hvað þetta chipset á að gera; eins og til dæmis að auka vinnsluhraða Athlon örgjörva um heil 20% með tækni sem heitir DASP (Dynamic Adaptive Speculative Pre-Processor) sem spáir fyrir um hvaða gögn örgjörvann kemur til með að vanta og forsækir þau gögn.

Síðan má nefna að inni í þessu chipsetti er innbyggt 3D chipsett en ekki eitthvað rusl eins og í i810 og i815 frá Intel, heldur Geforce2 MX chipset sem einnig er hægt að uppfæra í gegnum AGP port. Hljóðinu má ekki gleyma og það verður ekkert slor á þessu chipsetti heldur verður sami APU (Audio Processing Unit) og er í Xbox sem styður Dolby 5.1 og er nokkuð mörgum sinnum öflugri en soundblaster LIVE. Svo fylgir auðvitað með 10/100base netkort og HomePNA 2.0 (home Phone Line Networking).

Svo styður þetta náttúrulega SDR/DDR SDRAM með 128bita víðu minnis interface með crossbar uppsetningu sem tvöfaldar bandvídd og helmingar sóknartíma.

Þar sem AMD og Nvidia hafa ákveðið að vinna saman notar Nforce líka Hypertransport businn frá AMD og þessvegna er Nforce líka optimize-að fyrir AMD og þá sérstaklega Athlon örra.

Nú virðist Intel vera í ennþá meiri vandræðum því að fyrir utan að vera öflugra en nokkuð sem þeir hafa á boðstólum er Nforce sérhannað til að vinna best með AMD örrum.

Djöfull langar mig í Nforce

Meira <a HREF=http://www.tomshardware.com/mainboard/01q2/010604/index.html>Hér </a>

Rx7