Þegar ég fermdist þá fékk ég tölvu eins og margir aðrir í fermingargjöf,
nema hvað að ég fékk að velja hvers konar vél ég fengi, þannig að ég fór
niður í Tölvulistann og valdi, en þegar maður er ungur og vitlaus eins og ég
var þá verður maður oft mjög áhrifagjarn og treystir fólki of vel, það kom
best í ljós þarna.
Ég talaði við starfsmann Tölvulistans, hann ráðlagði mér eindregið að kaupa
mér ACE tölvu, sagði að þetta væru bestu vélarnar á almennum markaði í dag,
þannig að ég lét til þess leiðast að kaupa þessa tölvu.
Síðan fer ég heim með hana og kveiki á henni, eftir tæpt korter þá
byrjar ballið, ég fæ upp “Blue Screen Of Death”(fyrir þá sem vita ekki hvða
það er þá kemur þetta upp þegar alvarleg villa kemur upp í windows, allir
hata þetta) ég hringi niður eftir og segi starfsmanni frá þessu, hann segir
mér að koma með tölvuna niður í Tölvulistann, ég kem með hana og sami
starfsmaður tekur við henni, og segir að hún verði tilbúin eftir um 4 virka
daga(þetta var á fimmtudegi), ég fer þarna á þriðjudegi og spyr hvort talvan
mín sé tilbúin og mér er sagt að það sé eitthvað mikið að og að ég eigi að
koma aftur eftir viku, ég geri það og fæ tölvuna þá, ekkert mál, fer með
hana heim, tengi hana, og kveiki á henni, ekkert gerist þannig að ég ákveð
að kíkja inn í hana og sé að rafmagnið fyrir móðurborðið er ekki tengt, ég
tengi það bara og allt í lagi, síðan var farið á netið að leika sér aðeins
og eftir hálftíma kemur aftur “blue screen of death” þannig að ég hringi
niður í tölvulistann og spyr hann hvort þetta hafi ekki verið lagað og hann
segir bara jújú þetta var lagað þannig að ég ákveð bara að bíða og sjá hvort
þetta komi oftar fyrir, og þetta gerðist á ca 2 tíma fresti, þannig að ég
fór að spyrjast út í þetta og þegar ég sagði hvar ég hefði keypt hana og
hvers konar vél þetta væri þá bara “sorry get ekki hjálpað” ég spurði mjög
marga og engin gat hjálpað þannig að eftir 2 vikur þá fer ég aftur með
vélina, passaði mig á að fara á mánudegi til að fá hana fyrir helgi, allt í
lagi þeir ná að laga þetta, svo að ég fer með hana aftur heim og allt í
lagi, alltaf samt svona smá villur hér og þar.
Síðan líður rúmt ár og vélin orðin full af rusli þannig að ég ákveð
að formata, en þegar ég set diskinn í og endurræsi, þá kemur bara “no hard
drive disk found, press enter to restart” ég hringi niður í tölvulistann og
þeir sögðu að það ætti einhver SATA diskur að fylgja með tölvunni minni,
þannig að eg fer og leita að þessum sata diski og finn hann ekki, síðan
hringi ég niður í tölvulistann:
Ég: Góðan dagin, ég hringdi hérna áðan og talaði við þig, ég finn ekki
þennan SATA disk sem þú sagðir að hefði átt að fylgja með tölvunni minni
Starfsmaður: Hvað er langt síðan þú keyptir þessa tölvu
Ég: Tæp 2 ár
Starfsmaður: Ég var ekki að vinna hér fyrir 2 árum síðan og ég veit ekki
hvor þessi diskur átti að fylgja með.
Ég: Já en þú sagðir að hann hafi fylgt með rétt áðan.
Starfsmaður: Já, ég var bara ekki að vinna hér fyrir 2 árum.
Ég: hvað kostar þá að laga tölvuna, eða setja upp windowsið.
Starfsmaður: það kostar 17.900 kr að setja upp windows og 5.900 kr að taka
við henni.
Ég: Nee, held ekki. Eigið þið ekki þennan disk til sölu þá?
Starfsmaður: Nei, eigum hann ekki.
Ég: Veistu hvar ég get fengið hann?
Starfsmaður: Nei, ekki hugmynd.
Ég: Eru þið ekki að selja þessar tölvur ennþá?
Starfsmaður: Jú
Ég: Eigið þið ekki þennan SATA disk þá?
Starfsmaður: Nei
Ég: Humm, þið þurfið þennan disk til að laga tölvuna en eigið þið hann ekki?
Starfsmaður: Já
Ég: …?
Svona hélt þetta áfram fram og til baka, ég rak á hann gat aftur og aftur,
en hann hélt áfram að koma með sömu staðreyndarvillurnar og
rökfærsluvillurnar þangað til að ég gafst upp og skellti á, svo fór ég og
spurði alla tölvusnillingana sem að ég þekkti og allir sögðu það sama “sorry
þessi tala er keypt hjá ömurlegu fyrirtæki, plús það að þetta er ekki besta
merki í heimi”, ég gafst upp á að leita þannig að ég hringdi í mann sem að
ég þekki lítillega, hann kom og kíkti á hana, gat ekki gert við hana á
staðnum þannig að hann tók hana heim til sín og þar var hann í rúman mánuð
að finna út hvernig átti að gera þetta, þurfti að rífa allt draslið úr
kassanum til þess að sjá eitthvað númer aftan á móðurborðinu svo hann gat
niðurhalað reklum fyrir Windows XP til að hún myndi virka almennilega, síðan
setti hann hana saman, formataði, setti windowsið og reklana inn og skilaði
henni, og þetta gerði hann frítt, góður gæi, annað en þeir í tölvulistanum.
Því má bæta við að ég hef á minni stuttu æfi aldrei nokkurn tíman séð eins
mikið eftir einhverju og að fá þessa ruslahrúgu í fermingargjöf, þess má
einnig geta að vinur minn fékk svipaða vél, nema bara frá dell, sú vél hefur
aldrei bilað
Skrifað af MARRA^^, endurskrifað af kristo/kubbu