Fyrirtækin Advanced Micro Devices (AMD) og Transmeta (þeir sem gerðu Crusoe laptop örrann) hafa hafið samstarf um hönnun á nýjum 64-bita örra sem mun vera í beinni samkeppni við Itanium frá Intel.
Hinn nýji 64-bita örri mun nota nýtt instruction set sem heitir x86-64. Þetta sett er byggt á gamla góða x86 og mun því ekki þurfa að reyða sig á að heimurinn taki sig til og hendi öllum gömlu góðu 32-bit forritunum í ruslið á einu fati.
Það er farið að dimma allmikið hjá Intel því að amk eins og er getur Itanium (Intel 64-bit örrinn) ekki neitt þegar kemur að því að keyra upp 32-bita forrit, hann keyrir 32-bita forrit á svipuðum hraða og 200MHz Pentium. Þetta er vegna þess að hann þarf að nota software translator sem hægir gífurlega á öllu.
64-bita örgjörvi hins vegar sem er byggður á gamla 32-bita instruction settinu ætti ekki að eiga í milkum vendræðum með að keyra 32-bita forrit. Þess vegna eru mjög sterkar líka á að yfirgnæfandi meirihluti fólks muni velja AMD/Transmeta örran fram yfir Itanium.
Nú er bara að vona að AMD/Transmeta komi til með að búa til almennilegan 64-bita örgjörva frekar en bara líma nokkur 64-bita extension á gamla 32-bita architecture-inn.
Ég held að 64-bita stökkið muni svo gott sem ganga af öðru hvoru fyrirtækinu dauðu… bara málið hvort það verður AMD eða Intel.
Meira <a HREF=http://dailynews.yahoo.com/h/nm/20010525/tc/tech_transmeta_amd_dc_1.html>Hér</a>
Rx7