Það kannast flestir við gömlu 3D “kíkjana” sem maður setti pappadisk með fullt af litlum slides-um inní og kíkti svo í gegn og sá myndirnar í þrívídd. Næsta skref þar á eftir voru headsett með tveimur litlum skjáum sem maður -átti- að geta séð hluti í þrívídd í. Svo koma gleraugun sem maður tengdi við TNT2 kortið sitt og gat þá ótrúlegt en satt séð hluti í þrívídd á skjánum sínum. Vinur minn á sollis og ég held að hann hafi náð að láta það virka svona einusinni.
Nú er hinsvegar komin ný tækni við framleiðslu á LCD skjáum sem gerir manni kleyft að fá sama effect og allt þetta drasl sem ég var a telja upp -án þess að vera með neitt drasl á hausnum. Maður þarf að vísu að hafa litla hausinn sinn á alveg réttum stað, beint fyrir framan skjáinn en þá sér maður samt allt í þrívídd.
Þar sem er ekki séns að ég nenni að útskýra þetta hér þá bendi ég á <a HREF=http://www.tomshardware.com/display/01q2/010516/index.html>þessa grein</a> sem útskýrir þetta alltsaman með myndum og fíneríi.
Svo má bæta því við að dótið kostar “aðeins” $1699 í útlandinu.
Rx7