Undanfarna c.a. 3 mánuði hef ég verið að nota WaveLAN hér í skólanum, allt í lagi með það. Ég hef ekki farið inná dauðan blett neinstaðar á svæðinu.
Nema að það er eitt skrítið vandamál:
Ég fer inn á svæði þar sem er val um amk 2 senda, sendi sem er úti (í staur á lóðinni :) og sendi sem er inni. Stundum er allt í fullkomnu lagi, stundum er sambandið hægvirkt en virkar og stundum dett ég út en fæ alla umferð frá öðrum vélum á netinu. Ég næ ekki sambandi við neinn nema einhverjar 2 vélar á innranetinu.
Allt kerfið er frá Lucent (Fyrir utan ethernet hubbana sem tengir WaveLAN og ethernet saman)
Engir switchar eða neitt slíkt, allar snúrur í hubbunum eru nýjar og allir kaplar liggja í stokkum.
Btw. Þetta getur ekki verið pcmcia hjá mér, því að það hefur aldrei klikkað (ég hef prufað að vera með tvö kort í (eitt í ethernet og annað WaveLAN; allt í góðu)) og svona kort eins og ég er með í ferðavélinni er notað á firewallinum hér (Það klikkar eigi :)
Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt mynstur í þessu, en ef ég dett út þá virðast aðrir hafa samband. Ég veit um einn sem lendir stundum í þessu, fyrir utan mig.
Einhverjar hugmyndir?
P.S.: Að öðru leiti þá rokkar þetta kerfi :)
– WF