IBM hefur með nýrri tækni sem þeir hafa einkaleyfi á tekist að búa til nanótúbur úr kolefni sem hægt væri að nota til að búa til örgjörva sem eru 500 sinnum minni en núverandi kísil örgjörvar.
Meðan minnstu kísil smárar eru 130 nanómetrar (0.13 míkron) í þvermál eru þessir nýju nanótúbu smárar aðeins 1.2 nanómetrar í þvermál.
Kísil örgjörvar eru komnir að mörkum þess sem hægt er að minnka þá og það er alveg öruggt að þessir nýju nanótúbu smárar munu koma til með að gera mönnum kleyft að fjölga smárum í örgjörvum gífurlega án þess að þeir verði mikið stærri að títuprjónshausar.
Möguleikarnir fyrir þessa nýju tækni eru nær óendanlegir og það er alveg öruggt að þegar þessir nanóörgjörvar komast í almenna framleiðslu þá komum við til með að sjá gífurlega hraðaaukningu og hlutir sem fólk hefur aðeins dreymt um hingað til koma til með að verða að veruleika.
Það má benda á að IBM er að licensa þessa tækni þannig að þegar þessi tækni kemst í gagnið er nokkuð öruggt að hún verði mjög útbreidd.
Meira <a HREF=http://www.eetimes.com/story/technology/OEG20010426S0069>Hér</a>
Rx7