IBM, Microsoft og Intel tóku höndum saman í mars um að slá heimsmetið í færslum á mínútu (tpmC - transactions per minute). Verkefnið kölluðu þeir Supernova og er þetta ein stærsta netþjónauppsetning sinnar tegundar.
Tilgangurinn er að sýna að hefðbundinn vélbúnaður getur annað eftirspurn en jafnframt vaxið með viðskiptavinum þegar á þarf að halda.

Heimsmetið sem þeir settu er 688.220 tpmC og er þetta veruleg bæting á eldra heimsmeti sem var 505.000 færslur.

Til þess að gera þetta mögulegt þarf töluvert mikið af hágæða búnaði og samanstóð hann af eftirfarandi:
32 IBM Xseries 370 netþjónar með 8 Intel Xeon 900MHz örgjörvum hver, 16GB af minni og 8 4H RAID stýringum af öflugustu gerð
7040 harðir diskar með samtals 116TB geymslurými
notaðir voru 96 IBM Netfinity 5100 netþjónar með 2 örgjörvum til þess að sjá um notendatengingar

Stýrikerfið var Microsoft Windows 2000 Datacenter server
Gagnagrunnur var SQL 2000 Enterprise með 21 milljarði færslna

xSeries netþjónar nota X-architecture þar sem allt það besta úr hönnun og tækni AS/400, S/390 og RS/6000 er notað við hönnun xSeries með Intel örgjörvum.
Þið getið lesið nánar um þetta á www.tpc.org
In the future there will be no jobs