Kæri Jóli nú er að líða að jólum og mér fynnst
ég hafa verið alveg ofsalega þægur í ár..
Eins og öllum góðum strákum ber að vera er ég
rosalega hógvær í ár og ætla ekki að biðja um
mikið.

Eins og þú veist kanski sjálfur er gamla tölvan mín farinn að láta á sér sjá og það lætur mér líða ílla..
Á meðan að allir vinir mínir eru núna að leika sér í half life 2 og doom 3 þá sit ég heima í
kapli vegna kraftleysi í vélinni minni.
Ég legg það til kæri jóli að þú gefir mér nýja tölvu í jólagjöf….

Ég veit að þú ert mjög upptekinn þessa stundina útaf jólunum og allt það þannig að ég gerði þetta
allt aðgengilegt fyrir þig svo að þú verðir sem fljótastur að þessu..

Hérna er vélinn sem að mér langar í:

Móðurborð: A8N SLI Deluxe (AMD 64 móðurborð með nforce 4 kubbasettinu og getur keyrt 2 skjákort í einu)
**Þetta borð fæst ekki á íslandi en þú hlítur að geta reddað einu svona** (kostar circa 30 tus)
(www.asus.com)

Örgjörvi: AMD Athlon 64 FX-53, 2,4GHz 1MB Cache 88.950 (att.is)
**Ef að þúi gætir reddað nýja FX-55 er það líka frábært**


Minni: 2 stykki af 512MB PC-3200 OCZ Platinum EL Rev.2 Series
Latency timing: 2-2-2-5
Minnishraði: 400MHz
29800 (task.is)

Skjákort: 2 stykki Nvidia gefroce 6800 ultra pci express 114.900 (www.ejs.is)

Harður Diskur: 2 stykki af Westren Digital barracuda 74 gb 10k RPM (39500) (att.is)

Geislaskrifari: Plextor PX-712SA (Þessi er reyndar bara 12X en hann er SATA tengdur) (Circa 20 Þús)
***Jóli þessi fæst ekki á klakanum en þú reddar því er það ekki***(www.plextor.com)

Aflgjafi: SilenX 600W 14dBA PSU 18.990 (Start.is)

Tölvukassi: Asetek VapoChill SE - AMD 59.900 (www.task.is)

Mús: Logitech MX510 (Rauð) 4600 (www.att.is)

Ég var líka að hugsa mér að taka skjá en ég er ekki alveg viss ef svo er þá langar mér í
ViewSonic VP201b 20” 16 ms endurnýjunartíðni 122900 (boðeind.is)

_____________________________________________

Eins og þú sérð kæri jóli þá bið ég ekki
um mikið. Ég á til dæmis mjög gott lyklaborð og þú þarft ekki að kaupa svoleiðis handa mér..
Ég ákvað af ganni mínu að taka kostnaðinn á þessu saman með og án skjás

Verð án skjás er 406.640

Verð með skjá er 536.540


Þetta er allt saman gjafaprís og miðað við hvað ég er búinn að sjá marga óþekka krakka undanfarið
ætturu að vera í litlum vandræðum með að redda þessu fyrir mig…

Kveðja Heiðar..
———-