Mín Lausn á Prescott Hitavandamálinu Spec:
3.0 Ghz Prescott
Kæling intel standard vifta
6x dual eitthvað mobo frá Gigabyte(raid)
Ati Radeon 9800 pro
Soundblaster Live Platinum
1 gb Minni
2x80 gb Harðidiskar Raidaðir í einn disk
1xdvd drif
1x plextor skrifari
400w spennir
2 kassa viftur einn blæs inn og hin út

Allt þetta í Mid size turni.(sem ég fékk minnir mig 1999)

Fyrst þegar ég fékk gripinn þá tók ég eftir að hitastigið í tölvuherberginu hækkaði verulega þegar kveikt var á tölvunni.

Svo að ég náði mér í Motherboard Monitor Til að sjá hvert hitastigið væri á örgjörvanum.

idle = 55° - 60°
Burn = 75° - 82°

já heilar 82° ég fékk bara shock ég slökkti á tölvunni og komst að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að finna mér betri kælingu á helvítið. Eftir ca Klukkutíma lestur á hinum og þessum síðum um bestu og hljóðlatustu viftur. ákveð ég að fá mér Zalman CNPS7000A-Cu sem er ábyggilega stæðsta örgjörva vifta sem ég hef séð, it´s huge!

Ég átti í minni háttar erfiðleikum með að setja viftuna í vegna pláss leysis. En eftir ca 10- 20 mín heppnaðist þetta. Ég tengi tölvuna hamast á “del” takkanum fer í bíosinn til að gá hvort að viftan sé nokkuð að kæla.

And it works!
Bios hiti: er svona nokkuð steddi í 51°

Ég restarta vélinni kveiki á monitornum.

Idle test: 50° - 53°
Burn test: 78° - 79°

BULLCRAP!

Ég var ekki sáttur. Líka búin að fjárfesta í 5000 kr viftu og hitinn lækkaði bara um 2-5° Þó svo að zalman sé á fullu (rpm).

Þannig ég fór að hugsa á maður að fara út í stærri kælingu t.d vantskælingu eða jafnvel að fá sér Compressor sem kostar litlar 80 000 kr nei nei ég held ekki.

Svo fór ég að hugsa hvað ef ég kaupi 120 mm viftu sker úr hliðinni á kassanum þannig að 120 mm vifan myndi passa þar og blása lofti beint inn í kassan.

Þannig ég fer í það að skera gat á kassann(ekki eins auðvelt og það hljómar) nokkru seinna … þegar ég er búin að setja viftuna í tengja og loka og allt er ready.

Ræsi vélina runna monitorinn

Idle test: 47° - 49°

Burn test: 68° - 69°

Bújaa!

Núna er ég sáttur


ps: sleepy…
————————