Jæja, byrjaði sem svo að skjárinn minn var að bráðna og lak úr honum og jæja, alvarlega dauður. Ég hringdi í Tölvulistan því að þessi tölva var keypt úti og spurði hvort að þeir sæu um svona mál. Nei, það gerðu þeir ekki og bentu mér á Tæknival og hljómaði þetta eins og að þeir væru í samstarfi einhverskonar (jæja, segi nú ekkert meira um það).
Ég lét fara með tölvuna í almenna bilanagreiningu að kíkja á hvort að skjáinn væri ekki fyrir víst, dauður og hvort að geisladrifið væri í ólagi (hafði verið að láta undarlega). Eftir þetta þá hringdi maður (greinilega viðgerðarmaður því að hann hljómaði eins og hann vissi allt um allt). Hann sagði að þeir hefðu farið með skjáin í eitthvað voðalega greiningu og já, hann var dauður. Hann sagði líka að geisladrifið væri fínt og virkaði vel (sem að hljómaði dálítið ólíklega en jæja). Ég sagði honum að geyma bara tölvuna í smá stund á meðan ég pantaði skjáin utanfrá og spurði hann hvað þetta kostaði. Hann svaraði að bilanagreiningin væri klst. eða 7500kr. og að setja skjáinn í væri mjög fljótt og einfalt og kostaði bara 2000-3000kr. var ég nokkuð sáttur með það því að ég heyrði að þetta væru bara illir okrarar (sem ég seinna sannreyndi).
Ég pantaði skjáin af þýskum mönnum sem kunnu ekki ensku (tók sinn tíma en algerlega óskylt Tæknival). Í miðjum klíðum við þýsku apana þá hringdi ég niður í Tæknival og spurði hvaða týpa skjárinn minn væri. Það hljómaði enn og aftur að það væri mjög einfalt og fljótlega gert (ég hélt að maður þyrfti ekki gráðu til að lesa af miða). Síðan þegar skjárinn barst mér að dyrum fór ég með hann til Tæknival og var þetta allt í góðu. Var síðan sent mér SMS í dag og sagt að tölvan væri til.
Hefst nú vitrun mín. Fékk ég far hjá föður mínum niður eftir til viðgerðardeildar Tæknivals. Gékk ég inn tilbúinn að borga 10500kr. og heilsaði konunni (eftir að hún gékk útúr viðgerðarsvæðinu þar sem að brunakerfið hafði verið í gangi og allir gangandi inn og út úr því). Þegar ég tók upp debetkortið mitt og ætlaði að rétta henni það sagði hún: “Já, og það verða 28.000kr.”. Snöggt kippti ég debetkortinu aftur í vasan minn og passaði að hún næði ekki í það. Allt í einu hafði klukkustundin sem tók þá að skoða hvað væri að tölvunni orðið að tveim. Líka hafði allt í einu bæst við klst. fyrir að athuga hvaða týpa skjárinn væri. 2000-3000 krónurnar sem að viðgerðarmaðurinn nefndi fyrir að láta skjáin í varð síðan klst. eða 7500 krónur. Eftir að verða öskuillur og spyrja enn og aftur hvað þau höfðu gert við ferðatölvuna mína þá gékk hún inn og kom aftur út eftir dálítin tíma og sagði við mig: “Við erum tilbúin að taka af eina klst.” þannig að þetta yrði 21000. Ég misskildi hana eitthvað og hélt að þetta hafði verið 9000 og eitthvað (ekki beint eftirtektarsamur eftir að heyra þetta, og maður heyrir það sem maður vil heyra skilst mér). Ég strunsaði út í bíl og fékk lánað frá föður mínum (hafði ekki nóg fyrir þess). Gékk aftur inn dálítið ömurlega og var til í að borga þetta. En þá heyrði ég réttu töluna sem að hún sagði (21000) þá fór ég bara.
Eitt af því sem fór verst í mig var að konan sýndist vera mjög vön í þessu að svíkja út viðskiptavinina svona og allir sem að gengu framhjá voru bara vanir þessu. Þegar aðeins 2 fyrirtæki sjá um viðgerðir á fartölvum hve mikið þurfum við neytendurnir að líða fyrir það? Ekki undir neinum kringumstæðum látið tölvur ykkar í hendur Tæknival, frekar sendið þær út og fáið þær til baka (sendingarkostnaður er ekki SVO hár).