Nýjasta mús Logitech Undanfarið hafa komið margar nýjar tegundir músa. Þær hafa verið cordless, optical, trackball og þar eftir götunum. Þegar optical mýsnar komu var það mikil bylting enda engin þörf á að hreinsa mýsnar, minna nudd við músamottu sem jafnframt stuðlaði að meiri þægindum við notkun músarinnar. En það vantaði alltaf punktinn yfir i\'ið. En núna hafa Logitach ráðið lausn á það vandamál með því að kynna þráðlausa optical mús! Hún heitir the cordless Mouseman optical.

Sumir hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt að setja þetta tvennt saman áður, en oftast hafa batterí verið þröskuldur, eins og flestir vita scannar optical músin það sem hún er hreyfð yfir og greinir þannig hreyfingu, og það 1500 sinnum á sek. En samt notar þessi nýja mús ekki mikið batterí. Logitech staðhæfir að batteríin ( 2x AA alkalines ) geti enst í 3 mánuði.Það er vegna samstarfs þeirra við fyrirtækið Agilent technologies við að hanna optical-chip sem getur skift á milli þess að scanna 1500x,100x,10x og 2x á sek. Allt eftir því hvort músin er í notkun eða ekki. Maður þarf ekki að óttast að batteríin hætti að virka í miðjum leik vegna mælis sem er staðsettur í System-tray. Þar getur maður athugað hversu mikið er eftir af batteríunum.

Við prófanir var hægt að vera allt að 10-15 fet frá móttökutækinu (sem er með 4 tommu langri leiðslu) án þess að tapa sambandi við tækið. En ef þeir töpuðu sambandi við tækið urðu þeir að labba alla leið aftur að skrifborðinu til að fá tengingu aftur.

Þegar horft er á músina er hægt að sjá að vinstrihandar fólk getur ekki notað hana. Óvíst er hvort verði framleidd týpa sem svarar þeim þörfum. Hún er með þremur tökkum og scroll. Samt er hægt að stilla scrollwheel sem takka. 4. takkinn er staðsettur hjá þumalfingri, samt það lágt að þumalfingur getur snert skrifborðið sem er ekki gott. Driverarnir sem fylgja með stilla þennan takka sem backfunction á vafraranum þínum.

Oft er talað um \“resolution\” á optical músum, á þessari mús er það 800 dpi sem logitech segja að sé tvöfalt meira en það í eldri gerðum músa.

Hugbúnaðurinn er, eins og alltaf frá logitech, mouseware. Þú getur notað músina án Mouseware en þá voru 4. takkin(þumalfingurstakkinn) og scroll-whell, ef notað sem takki, stillt sem \“automatic-scroll\”. En annars virkaði allt sem skildi bæði að scrolla og nota takka 1 og 2. Ef þú vilt fá t.d. batterí mælinn í system-tray og þeð sem mouseware driverunum fylgir, þarftu 7 MB pláss á harða disknum. Þá geturu stillt flesta takka, sem t.d. copy, paste og svoleiðis. Það er frekar flott þegar maður notar scroll-whell sem hið svokallaða \“webwheel\”, þá kemur menu þar sem hægt er að gera það vinsælasta sem gert er á vöfrurum, eins og stop, reload, back, svo og nokkrir links sem logitech telja vera góða. Músin kostar 70$ sem er 5$ ódýrara en Microsoft\'s optical intellimouse explorer sem er með snúru. Miðað við gengið 26 apríl kostar logitech músin ca 6500 kr. sem verður að teljat nokkuð dýrt en það mætti skafa smá af verðinu.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.