Hvort kortið á maður að velja, GF6800 eða x800, Nvidia eða Ati. Ég er ekki eins mikið að fara að prédika yfir kortunum og ég er að leita álits á því hvort kortið ég ætti að fá mér.
GeForce 6800 kortið á að vera himnasælan, allar greinar sem ég hef lesið (þangað til í síðustu viku) hafa blásið kortið út og gefið til kynna að það sé næsta stóra bylting í skjákortum eða eins og þeir hjá Tom´s hardware sögðu einhvers staðar “breytingin milli GF6800 og GF5xxx er álíka mikil og milli GF1 og GF2 kortanna”. Þetta, ásamt hrikalegum tækniupplýsingaflaumi sem gaf til kynna að um væri að ræða apparat á stærð við meðal hús og með orkuþörf sem kallaði á auka powersupply, varð þess valdandi að ég fór að verða alvarlega spenntur fyrir kortinu og beið í ofvæni eftir því að heyra að það væri komið til landsins. Þegar ég fór að skoða verðin á draumakortinu kom í ljós verðmiði upp á 65000+.
Ati x800 línan var keppinauturinn, ekki jafn miklar tækninýjungar, en vel reynt kort byggt á grunni 9800 kortanna (leiðréttið ef ég fer með fleipur), þetta kort vakti ekki jafn mikla hrifningu græjugúrúanna hjá Tækjabanka Tómasar og einhvers staðar las ég að x800 væru líklegast bara upptjúnuð útgáfa 9800 kortanna og væri í raun bara úrelt tækni sem yrði sturtað niður innan skamms.
Niðurstaðan virtist augljós, 6800 monster kort með öllu ruglinu, auka aflgjafa og að turninn yrði geymdur inni í ísskáp til kælingar, en eftir að hafa spjallað við gutta á netinu sem er enskur, skipti ég um skoðun. Í nýlegri grein á Tom´s Hardware eru kortin tvö borin saman og þar kemur á óvart að ótvíræður sigurvegari að þeirra mati er x800 XT kortið, hraðvirkara, einfaldara og bara yfir höfuð betra. Þetta var eitthvað sem ég sætti mig ekki strax við, en rök félaga míns voru illhrekjanleg og núna er ég að spá í að skella mér á x800 XT frekar.
Að lokum vil ég nefna verðin á kortunum, þau eru út í hróa hött að mér finnst, GeForce 9800 Ultra á 70k hérna heima meðan þau kosta undir 40k ef pantað er á netinu, hvar liggur munurinn ????