You may not have realised this but we actually have buttocks where our heads should be.
Tölvulistinn strikes again
Um daginn fékk ég mér móðurborð hjá Tölvulistanum, um það bil í október nóvember eða svo. Allt í lagi með það gott mál svo fer ég á Skjálfta | 4 og allt í lagi ennþá, ég notaði Linux ekkert vesen svo allt í einu þegar ég er að restarta þá púff. Ég kemst ekki í stýrikerfið (Redhat Linux 9), og ég get ekki formattað eða neitt. Við vorum þegar búnir að detta út riðlinum þannig ekkert stórt mál, svo fer ég í Tölvulistann nokkrum dögum síðar eftir að hafa margoftreynt að finna út hvað er að í hugbúnaðinum og get ekki formattað eða neit enn. Ég fer þangað og segji þeim á verkstæðinu að ég komist ekki í stýrikerfið og get ekki formattað og hef reynt að taka netkortið úr og reynt allt sem í mínu valdi var og hafði komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri líklega skjákortið móðurborðið eða skyndiminnið. Viku síðar segja þeir mér að þeir hafi tengt allar snúrurnar sjálfir og voru mjög stoltir af því og létu mig fá tölvuna. Ég hugsa með mér að það væri harla ólíklegt að snúrurnar hafi verið vandamálið en ég fer samt með tölvuna heim eftir að hafa borgað 4000 eða svo fyrir þessa svokölluðu “viðgerð”. Þegar heim er komið ræsi ég tölvunni og ætla að setja inn stýrikerfi og ekkert virkar, kemst ekki í neitt. Svo fer ég aftur með tölvuna í Tölvulistann og segji þeim að tjekka á móðurborinu því ég hafði fengið skyndiminni og skjákort lánað hjá bróður mínum til að testa þetta og segji þeim sama vandamálið aftur. Viku seinna segjast þeir vera búnir að laga tölvuna, ég fer niðrettir og tjekka á málunum þeir segja að snúrurnar hafa verið eitthvað vitlaust tengdar og þeir hafi lagað þær og það hafi vantað eina IDE snúru og þeir settu eina í og rukkuðu mig fyrir hana ,- 8000 kr. Ég var orðinn frekar pirraður þegar ég kom heim og reyndi að ræsa tölvuna eftir að þeir höfðu “útskýrt vandamálið” fyrir mér og ég komst enn ekki í stýrikerfi. Í þriðja skiptið fer ég þangað og segji þeim að ég hafi borgað yfir 11000 kall fyrir 2 viðgerðir sem áttu að hafa verið í ábyrgð því þetta var út af gallaðri vöru sem þeir höfðu selt mér, en þeir sýndu mér í tölvunni að þeir höfðu aðeins skrifað að snúrurnar höfðu verið illa tengdar og þeir höfðu tengt þær og látið mig fá nýja snúru. Ég fór því extra vel yfir það sem þeir skrifuðu niður og lét þá skrifa niður að kíkja á móðurborðið og loksins þá gerðu þeir það og létu mig bíða í 2 vikur eftir því að fá nýtt móðurborð sent, sem var auðvitað ekki einu sinni sama móðurborðið en ég tók ekkert eftir því því þau líta alveg eins út fyrir utan að það sem þeir létu mig fá var með AGP út ss. innbygt skjákort í móðurborðinu en þetta móðurborð styður ekki nærri því jafn góða örgjörva og það sem ég var með. Ég bið þá um einhverja endurgreiðslu en þeir vilja meina að ég hafi sagt þeim að kíkja á snúrurnar sem er bara rugl ég minntist aldrei á neinar %!#%&$!# snúrur og ég sit uppi með lélegra móðurborð og 11000 kr fátækari eftir um það bil mánuð af “viðgerðum”.