Í dag í vélbúnaðarheiminum sjáum við mjög mikla samkeppni á hinum hörkulega stríðsvelli tölvukubbana.
Þetta er mjög góður hlutur, því að vélbúnaðarrisarnir eru sífellt að reyna að koma með betri og betri vörur til þess að þær verði keyptar en ekki vörur keppinautana.
Hér ætla ég að skrifa um samkeppni og baráttu á alþjóðlega vélbúnaðarmarkaðnum.
Ég ætla að skipta greininni niður í 5 hluta og mun fjalla um hvern sér í lagi:
1. Harðir diskar.
2. Móðurborð.
3. Skjákort.
4. Vinnsluminni.
5. Örgjörvar.
Áður: Ég vill taka fram að öll þessi skrif eru byggð á minni eigin vitneskju og rannsóknum,
ef þið viljið leiðrétta mig eða gagnrýna, vinsamlegast gerið svo á sanngjarnan hátt hér á huga, eða
þá sendið mér tölvupóst á kristjanm@mr.is , Takk fyrir.
1. Harðir diskar.
Í heimi hörðu diskanna er alveg bullandi samkeppni, hægt er að fá stóra og ódýra harða diska hjá fjölda
framleiðanda. Hins vegar er ekki svo mikið um tækninýjungar á þeim markaði og eru hinir fjölmörgu framleiðendur
aðeins að endurbæta gömlu tæknina um einhvern smávægilegan skammt í einu.
Til er komið nýtt viðmótskerfi fyrir harða diska sem hefur fengið góðar móttökur, sem kallast Serial ATA og hefur
það ákveðna kosti yfir gamla ATA viðmótskerfið. Ég tek sem dæmi örlítið betri hraða og nýrri og þægilegri kapla,
þið hljótið flest að kannast við gömlu/stóru/ljótu IDE kaplana en við fáum nú í stað þeirra litla og fallega Serial ATA kapla.
Serial ATA er orðið alviðurkennt sem arftaki gamla ATA kerfisins og eru flestir, ef þá ekki allir, móðurborða og harðradiskaframleiðendur
byrjaðir að leggja mun meiri áherslu á Serial ATA viðmótskerfið í stað fyrir hið gamla og þreytta ATA.
En jæja, hvað er að gerast áhugavert á almenna harðrðadiskamarkaðnum?
Hitachi kynntu nýlega 400GB harðan disk til sögunnar og mun það vera stærsti harði diskur sem er fáanlegur á almennum markaði (þó að við Íslendingar
fáum eflaust að bíða góða stund þar til við fáum að leggja hendur á hann). Sá diskur er til bæði fyrir Serial ATA og gamla ATA og snýst hann á 7.200
snúningum á mínútu.
Western Digital halda stoltlega markaðnum fyrir hraðvirkustu diskana með Raptor diskunum sínum, sem eru Serial ATA harðir diskar
sem snúast á 10.000 snúningum á mínútu í stað fyrir 7.200. Raptor diskarnir leggja áherslu á hraða frekar en geymslupláss, og eru
þeir til dæmis hentugir til þess að setja á stýrikerfið og öll helstu forrit. Þeir eru til með 36GB geymslupláss og 74GB, og mun
74GB diskurinn vera aðeins hraðvirkari en þó helmingi dýrari.
Fleira verður ekki upptalið hér, enda er ég ekki mjög mikið inni í því sem er að gerast á harðradiskamarkaðnum.
Í nánustu framtíð kemur nýtt viðmótskerfi sem mun heita Serial ATA 2 og á að tvöfalda hraðann á milli harða disksins og tölvukerfisins
en framleiðendur harðra diska eru ekki mjög spenntir fyrir þessu og segja að það sé langt í það að hörðu diskarnir verði nógu hraðvirkir
til að nýta þetta. Serial ATA 2 mun nota sömu kapla og tengi og (gamla) Serial ATA svo að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skipta yfir.
2. Móðurborð.
Mjög mikið er að gerast á móðurborðamarkaðnum þessa dagana, örgjörvarisarnir Intel og AMD eru báðir að kynna ný viðmótskerfi fyrir örgjörvana sína
og það þýðir að móðurborðaframleiðendur þurfa að hanna ný borð til að mæta kröfum örgjörvanna.
Einnig er að koma glænýtt viðmótskerfi fyrir skjákortin og fleiri utanaðkomandi tæki. Þetta viðmótskerfi heitir PCI Express og mun taka við af
gömlu viðmótskerfunum AGP (fyrir skjákort) og PCI fyrir ýmis utanaðkomandi tæki eins og hljóðkort eða sjónvarpskort. PCI Express býður aukinn hraða
yfir gömlu AGP/PCI viðmótskerfin. Hins vegar er ekki víst að þetta muni gera marktækan mun á hraðanum fyrir skjákortin fyrr en hugsanlega seinna.
Nú fyrir mjög skömmu var AMD að kynna nýju 64 bita örgjörvana sína fyrir “Socket 939”, sem þýðir það að á örgjörvanum eru fleiri pinnar og að það sé ekki hægt
að tengja þá í (gömlu) “Socket 754” móðurborðin. Á kubbasettamarkaðnum fyrir AMD örgjörvana ber helst á baráttu á milli VIA og nVidia sem bjóða báðir upp
á mjög góð kubbasett fyrir AMD örgjörva.
Einnig mun kubbarisinn Intel nú 21. Júní kynna ný viðmótskerfi og nýja örgjörva, sem eru byggðir á Prescott kjarnanum þeirra. Ekki er hægt að setja þessa
nýju örgjörva í (gömlu) Intel móðurborðin. Á sama tíma munu Intel kynna ný kubbasett fyrir nýju móðurborðin/örgjörvana og heita þau Grantsdale og Alderwood.
Intel eru þegar búnir að safna upp birgðum af sínum eigin móðurborðum, sem státa af nýja örgjörvaviðmótskerfinu, kubbasettunum og PCI-Express viðmótskerfi. Intel hyggst
ráðast á markaðinn af hörku með þessum nýju borðum og mun það hjálpa mjög mikið við að aðlaga tölvuheiminn að nýja PCI-Express viðmótskerfinu.
Mikið er til af góðum móðurborðum fyrir bæði Intel og AMD örgjörva, en ef þið eruð í kauphugleiðingum þá mæli ég með nokkurra vikna bið eftir nýju viðmótskerfunum.
3. Skjákort.
Það hefur verið alveg rosalegur hiti í skjákortabransanum undanfarnar vikur. Erkikeppinautarnir ATI og nVidia eru báðir
búnir að kynna sínar nýju kynslóðir af kortum, og eru þessi nýju kort vægast sagt stórt stökk fram yfir (gömlu) kortin.
Nýju kortin frá þeim hafa mjög mikinn hraðamismun fram yfir (gömlu) kortin.
Nýju kortin frá nVidia bjóða upp á miklar tækniframfarir yfir (gömlu) kortin, en eru nýju kortin frá ATI hins vegar frekr nýjar útfærslur af (gamalli) tækni.
Þessi kort eru nokkuð jöfn hvað varðar hraða og myndgæði og munu þau vera gerð bæði fyrir nýja PCI Express viðmótskerfið og gamla AGP viðmótskerfið, en þeir
munu að öllum líkindum hætta að framleiða kort fyrir AGP á næstu 12 til 18 mánuðum.
Nýju kortin heita Geforce 6??? (frá nVidia) og Radeon X???, og mæli ég með að lesa um þau á síðum eins og www.tomshardware.com eða www.anandtech.com ef þið viljið nánari
upplýsingar.
Ef þið eruð í kauphugleiðingum þá mæli ég eindregið með því að bíða eftir þessum nýju kortum. Menn tala um að þau eigi eftir að vera dýr, en þá eru þeir að tala
um dýrustu og bestu kortin. Skjákortarisarnir munu einnig hanna kort sem verða seld ódýrari verði, en þau munu þó vera mun hraðvirkari en hraðvirkustu og dýrustu kortin í dag.
4. Vinnsluminni
Undir yfirborðinu er samkeppni í gangi á milli aðalframleiðanda gæðavinnsluminnis. Staðallinn fyrir vinnsluminni hefur nú lengi verið DDR400 minni, og styðja flest móðurborð
ekki opinberlega meiri hraða en það, en með því að breyta tíðnihraðanum á FSB(Front side bus: rásinni á milli örgjörva og minnis) er hægt að fá DDR minni til að keyra á
mun meiri tíðnihraða en 400MHz.
Margir stórir framleiðendur eru komnir með á markað DDR minni með tíðnihraða upp í yfir 500MHz. Til eru minniskubbar sem ná hærri hraða, t.d. DDR550 og DDR600, en
til þess að geta nýtt þennan hraða þarf að yfirklukka örgjörvann nokkuð mikið, og til þess þarf dýra og góða kælingu.
Til er komin ný tegund af vinnsluminni, sem kallast DDR2, en markaðurinn á ekki eftir að tileinka sér þessa nýju tækni strax því að DDR2 minniskubbar eru mikið dýrari
en DDR minniskubbar og bjóða ekki (enn) mikla hraðaaukningu miðað við það verðmun. Þegar DDR2 verður staðall á markaðnum mun það líklegast vera DDR533 og mun FSB hraðinn
þá líklegast verða 1066MHz á nýjum örgjörvum og móðurborðum.
Ef þið eruð í kauphugleiðingum mæli ég ekki með bið eftir nýja DDR2 minninu því að markaðurinn mun að öllum líkindum vera mjög seinn að taka að sér þá tækni.
5. Örgjörvar.
Á örgjörvamarkaðnum er sífellt mjög hörð samkeppni á milli risanna AMD og Intel, og er þessi samkeppni að ná hámarki þessa dagna.
AMD hafa náð mjög góðum árangri með 64bita Athlon örgjörvunum sínum, og eru þeir skýrt og greinilega besti kostur fyrir þá sem spila mikið tölvuleiki
og vilja fá bestan hraða í tölvuleikjum. Fyrir mjög stuttu kynnti AMD til sögunnar nýtt viðmótskerfi fyrir 64 bita örgjörvana sína sem kallast “Socket 939”.
Á sama tíma kynntu þeir fjóra nýja örgjörva til sögunnar, Athlon64 3500+, 3800+ og FX-53 fyrir nýja viðmótskerfið en gáfu út á sama tíma einn Athlon64 3700+
fyrir (gamla) socket 754 viðmótskerfið. Nýja viðmótskerfinu fylgir (nýtt) viðmót við vinnsluminnið sem kallast Dual-Channel, en eru andstæðingarnir Intel búnir
að búa yfir þessari tækni fyrir örgjörvana sína nokkuð lengi.
Intel hafa náð mjög góðum árangri með Pentium 4 örgjörvunum sínum, sem keyra á tíðni upp í allt að 3.4GHz. Þessir örgjörvar eru því miður að sjá sitt síðasta þessa dagana,
því að Intel eru að fara að ráðast á markaðinn af fullri hörku með nýju Prescott örgjörvunum sínum núna 21. Júní. Prescott örgjörvarnir eru byggðir á nýrri framleiðslutækni,
90nanómetrar á móti (gömlu) 130nm framleiðslutækninni. Nýju Prescott örgjörvarnir reynast þurfa mjög mikið rafmagn og þeir framleiða mjög mikinn hita. Þetta skapar vandamál,
því að mjög er takmarkað hvað hægt er að leiða hitann frá örgjörvanum með hitasökklum og viftum. Samt sem áður hyggst Intel gefa út Prescott örgjörva á 4GHz tíðnihraða fyrir árslok,
og munu þeir líklega halda áfram að keyra tíðnihraðann upp á næsta ári. Ferðatölvuörgjörvamarkaðinn eiga Intel algjörlega, og þar má nefna nýlegu Centrino örgjörvana þeirra, sem
hafa náð mjög góðum árangri. Intel kynntu fyrir skömmu nýja ferðatölvuörgjörva sem kallast Dothan og keyra á tíðnihraða 1.7GHz, 1.8GHz og 2.0GHz. Dothan eru byggðir á Centrino tækni.
AMD réðust mjög nýlega af fullum krafti á örgjörvamarkaðinn með nýju örgjörvunum sínum, og ég bíð spenntur eftir að sjá hvað risinn Intel mun gera til að svara á móti.
Það kemur allt í ljós 21. Júní.
Ég myndi segja að AMD séu besti kosturinn núna með Athlon64 örgjörvunum sínum, en þeir eru einnig mjög dýrir, og býður Intel einnig upp á mjög góða örgjörva á sambærilegu verði.
Ef þú ert tölvuleikjaspilari, þá viltu Athlon64 örgjörva, ef ekki, þá viltu Intel Pentium 4 örgjörva.
Ef þú ert í kauphugleiðingum þá mæli ég með bið eftir nýju örgjörvunum.
Niðurlag:
Mikið er að gerast í vélbúnaðarheiminum þessa dagana, og eru stórar breytingar að fara fram á mörgum sviðum.
Ef þú ert í kauphugleiðingum þá mæli ég eindregið með bið, og hún þarf jafnvel ekki að vera svo löng, eftir 1-2 mánuði ætti þetta allt að vera komið á hinn almenna markað.
Öll skrif eru byggð á minni eigin vitneskju og rannsóknum og ég ábyrgist ekki að allar upplýsingar í greininni séu algjörlega réttar. Þær ættu hins vegar að vera það, en
ef þú ert ósammála, endilega láttu vita hér á huga eða sendu mér tölvupóst á kristjanm@mr.is . Takk fyrir.