Dagur 0: Mig langar í fartölvu.
Ég fór á Vélbúnaðarkorkinn og spurði hugara um eina ákveðna tölvu. Vildi vita hvort einhver hefði slæma reynslu af þeirri tegund. Það var nú þunnur þrettándi sem kom útúr því. Einn jákvæður póstur um annað model en ég hafði í huga, restin var crap.
Dagur 1: att.is
Las á huga um netverslun sem ég hafði ekki vitað af áður. Fór inn á vef att.is og fann fartölvuna þar á 10þ lægra en í Tölvulistanum. Æ fuck it. Allir búnir að segja, kauptu Dell,HP,
whatever. Skráði mig á att.is og pantaði 1 stk Acer Travelmate 291ALCi. 120þ. Ákvað að borga við afhendingu og sæki sjálfur. Afhendingartími: 1-3 dagar. Gaman gaman.
Fékk strax póst til baka: Pöntun móttekin. Fékk annan póst stuttu seinna: Pöntun í vinnslu
So far so good.
Dagur 2: Bíð spenntur.
Það er ekkert farið að gerast ennþá. Fór að spá í hver væri á bakvið att.is Frumskógartrumburnar segja að það sé Tölvulistinn. Þykir það frekar líklegt miðað við hvaða merki þeir eru að selja.
Dagur 3: Bíð spenntari.
Fór inná att.is og skoðaði pöntunina mína. í vinnslu stóð þar. Í dag er miðvikudagur. Það væri nú slappt ef ég fengi hana ekki fyrir helgi.
Dagur 4: Hmmmmm
Jæja, ekkert ennþá. Ekki múkk. Þessi “vinnsla” hlýtur að vera langt og erfitt ferli, hmmm.
Ætlaði nú að sjá hvað ég þyrfti að bíða lengi án þess að hafa samband við þá, en hef ekki þolinmæði í það. Sendi þeim smá fyrirspurn á vefnum þeirra í hádeginu.
Klukkan 3 fékk ég póst. Pöntun tilbúin. Jibbí. Sótti tölvuna eftir vinnu og plöggaði henni í heima.
Fann þráðlausa netið án vandræða. Langt síðan að maður hefur verið löglegur Windows notandi ;)
Svo verður bara að koma í ljós hvort þessi vél sýgur feitt eða ekki.
Ekki hægt að kvarta yfir þessu.