Sæll heimur…
Mig langar að tíunda aðeins þau samskipti og viðskipti mín við task.is
Til að engin haldi að ég sé að dissa þá, þá er ég ekki að því. Ég er afar ánægður með þá þjóustu sem þeir hafa veitt mér og þau verð sem mér hafa verið boðin fyrir þá hluti sem ég hef keypt þar.
Þap fyrsta sem ég keypti þar var sjónvarpskort. já þetta með rétta kubbasettinu sem allir eru að eltast við. Verðið var mjög fínnt og þær uppl. sem þeir gáfu mér með kortinu og hvaða forrit mig vantaði til að afruggla baugsveldið.
Og núna fyrir skemmstu þá lenti ég í því að móðurborðið mitt brann yfir.. hélt í fyrstu að aflgjafin hafi dáið og fékk hjá þeim nýja fyrir góðan pening.
En þegar ég var búinn að setja hann í þá komí ljós að móðurboðið var dáið. Þá mætti ég með aflgjafan aftur í búðina og var hann tekin til baka og settur uppí nýtt móðurborð..
Ég var afar ánægður með þjónustuna og leiðbeiningar sem mér voru veittar og vill ég bara mæla með versluninni..
Það sem ég veit um þá sem eiga fyrirtækið þá eru þetta uppreisnar seggir úr tölvulistanum sem voru ekki sáttir við stjórnun þar og þjónustuna sem verið er að veita þar. Og vildu þeir gera betur í þjónustu og verði.
Endilega að kíkja við hjá þeim eða að hringja..
annað er það nú ekki að sinni…