Ég var að aðstoða vin minn(Steinn)í að kaupa sér tölvu og við fórum í Tölvulistann og fengum aðstoð hjá sölumanni við ráðleggingar á öllum tilheyrandi búnaði sem okkur vantaði til að setja saman góða tölvu.
Og svo fór ég heim og las alla tilheyrandi bæklinga og setti svo tölvuna saman og þegar allt var komið kveiknaði einfaldlega ekki á tölvunni.
Þá prófaði ég alla aukahluti nema móðurborðið enda hafði ég ekki möguleika á því að prófa það.
Þriðjudaginn 13/4 fór ég með tölvuna í þjónustudeild Tölvulistans og segi við þá að það hljóti að vera að móðurborðið sé gallað því ég sé búin að prófa alla aðra hluti og ég fæ þau svör að ef svo sé þá skipta þeir móðurborðinu út og setja svo alla tölvuna upp frítt og að tölvan verði klár á föstudag.
Í hádeginu á föstudeginum fer ég til þeirra og athuga með tölvuna,þeir bjóða mér þá að taka móðurborðið úr og láta mig hafa nýtt móðurborð ef ég sýni þeim nótuna fyrir móðurborðinu eða koma seinna um daginn því að þeir komast ekki í hana fyrr en seinna um daginn.
Ég segi við þá að ég vilji að þeir setji tölvuna upp því þeir sögðust ætla að gera það og ég læt þá fá nótuna sem þeir ljósrituðu.
Svo kem ég aftur kl.16:35 og þá segja þeir að þeir séu að fara í hana núna og hún verði tilbúin eftir rúmlega hálftíma.
Svo kem ég næst kl.17:15 og það kom engin í afgreiðsluna fyrr en rúlega 10 mín seinna.
Þá kemur maður fram sem talar mjög óskýrt og útskýrði mjög illa það sem hann var að segja en í grófum dráttum sagði hann að ég hafði eyðilagt móðurborðið,og þá bað ég um að fá að tala við yfirmann og hann kemur fram og segir mér að ég hafi gleymt að setja koparpinna milli móðurborðsins og tölvuturnsins og móðurborðið hafi eiðilagst út af því og ég sagði honum að ég hafi farið eftir öllum leiðbeningum og að ég hafi oft gert þetta áður og ég hafi aldrei lent í neinum vandræðum með þetta og þá segir hann að það séu allar leiðbenningar um þessa koparpinna í bæklingnum um móðurborðið ég hafði ekki bæklingin með mér svo þá gat ég ekki fengið það staðfest en sagði við hann að ég efaðist stórlega um það því ég hafi lesið allan bæklingin í gegn áður en ég setti tölvuna saman.Þá bauð hann mér að afslátt á vinnuni því þeir hefðu eitt 2 klt í tölvuna sem getur engan vegin staðist því ég hafði komið rúlega hálftíma áður og þá voru þér ekki byrjaðir.
Svo ég fer hringi í Stein og hann kemur ætlar að ná í tölvuna enda muni hann ekki kaupa annað móðurborð hjá þeim.
Þeir neita að láta hann hafa tölvuna nema hann borgi 2 klt vinnu og neitar hann því þá segja þeir að þá verða þeir að taka eitthvað uppí vinnuna og þeir taka DVD skrifaran úr tölvuni sem Steinn keyfti á 12.900 kr 2klt vinna kostar á verkstæðinu 11.800 kr og þá eru þeir ekki að gefa neinn afslátt eins og þeir lofuðu mér áður.
Svo fer ég heim og les alla bæklingana aftur þá kemur það hvergi fram hvar koparpinnanir þurfa að vera og eftir að hafa skoðað tölvuna aftur þá sá ég það að það er ekki hægt að hafa þetta á neinn annan hátt.
Ps. Ég hef farið á tölvuviðgerðarnámskeið hjá NTV svo ég tel mig vera full færan um að setja tölvu saman.