Margir eru ósáttir við Rambus fyrir fáránlega há verð og einnig það að þeir virðast hafa gert samning við Intel um einokun á minnisframleiðslu fyrir Pentium4 örrana sem vinna aðeins með Rambus eða DDR minni. Þangað til nýlega var bara hægt að fá Pentium4 Móðurborð sem gerð voru fyrir Rambus minni sem er miklu dýrara en Rambus.
Núna hefur Rambus komið út með nýja tækni sem þeir kalla QRSL (Quad Rambus Signalling Level) sem vinnur 50% hraðar en gamla RSL tæknin meðan gamla tæknin vann á 800Mhz vinnur sú nýja á 1066Mhz. Sem sagt: Í stað þessa að flytja 1.6Gig/s er flutningshraðinn nú orðinn 2.2Gig/s.

Og ég sem er ennþá bara með gamla góða PC-100

Rx7