Á hverjum einasta degi notum við einhverskonar tölvur án þess að pæla í því en með fyrirlestri þessarar viku ætlum við að pæla í því. Við vöknum stöðvum tölvu-vekjaraklukkuna og göngum fram fáum okkur morgunmat förum í skólann. Í skólanum erum við í eyðu og förum í tölvurnar á bókasafninu og eftir það förum við í tíma og fáum tölvuverið. Eftir skóla förum við svo í tölvuna.
Sem sagt það eru tölvur alstaðar en við pælum ekkert í því. Þegar við snúum í þær baki byrja þær að brugga heimsyfirráð ( nei ekki stebbi). Ég sem dæmi veit ekkert um hvernig tölvur starfa, nú er ég að slá á lyklaborðið en ég hef ekki hugmynd um hvernig stafirnir komast á skjáinn. Ég er samt ekki gott dæmi því ég veit lítið um tölvur.
Mestu skákmeisarar heimsins eru að tapa fyrir skáktölvum sem heita nafninu “blue” eða einhverju svoleiðið ómerkilegu nafni. Mennirnir sem smíða tölvurnar vita ekki einu sinni hvernig allt heila “systemið” virkar, það er sem sagt enginn sem veit hvernig tölvan virkar allt í allt nema tölvan sjálf. Er tölvan þá með heila? Ef svo er getur hún þá ekki hugsað sjálfstætt. Getur hún ekki haft samband við aðrar tölvur og bruggað heimsyfirráð í sameiningu. Þetta er nú kannski einum of langt gengið er það ekki (þetta með tölvurnar en ekki fyrirlesturinn).
Þær gætu gert eitt stórt samsæri og ákveðið bara að hætta að virka. Þær hafa reynt það áður, árið 2000. Þá ætluðu þær allar að stilla sig á ´00 og rugla alla búðarkassa í heiminum svo við gætum ekki keypt í matinn. Það er bara tímaspurmál hvenær þetta gerist aftur.
Hvað getum við gert í þessu?
Við getum ekki gert margt en hérna eru nokkrir punktar: …….. (nei djók)
* Aldrei snúa baki í tölvuna
* Ef þú þarft að snúa baki í tölvuna, helltu þá fyrst vatni yfir hana svo hún geti ekki gert neitt.
* Ekki halda lön, því þá ná tölvurnar svo góðri tengingu og þá geta þær skipulagt heimsyfirráð
* Ruglaðu tölvuna með því að vera alltaf í steinaldarbúning þegar þú ert í henni, svo hún haldi að hún sé á steinöld. Sem sagt nokkrum þúsund árum á undan áætlun. Þegar hún fattar þetta fremur hún sjálfsmorð.
* Farðu í störu keppni við hana og vinndu hana. Því ef hún tapar fremur hún sjálfsmorð og því færri tölvur því minni líkur á því að tölvur yfirtaki jörðina.
* Ef þú ert róttækur helgaðu þá líf þitt því að eyðileggja allar tölvur í heiminum.
* Vertu hugrakkur, ávallt hugrakkur.
kv.Peacock