Róaðu þig maður….
Hva ekki vissi ég að fólk færi í BT til þess að versla svona netdrasl eins og tildæmis t stykki,netkapal,nú eða hubba eða swissa.
Er það til í BT???
Vel á minnst ég er með nákvæmlega útlýsingu á hvað ég kaupi hvar.
Ég Reyni að kaupa flest í Boðeind
EF að ég kaupi leiki, sem að því miður er bara of sjaldan því að ég hef svo mikil SÚPER sambönd :) í leikjum og Vcd að það endar alltaf á því að ég læt frænda minn ná í hann á sinni SÚPER tengingu, nú ef ekki þá fer ég í BT og kaupi leikina þar.
DVD kaupi ég líka í BT.
Og þá er komið að búðinni sem að mjög fáir vita um en þar kaupi ég alla kaplanna mína og rándýra swissin minn sem að ég get ekki beðið eftir að fái að njóta sín á næsta lani :) ég gleymi alltaf hvað þessi búð heitir en hún er í sömu götu og gamla Apple umboðið var og náttl í sömu götu og tæknibær, en hún er nær bænum og er eiginlega við hliðina á sjoppunni James Bönd, það er snúrubúð dauðans, þar keypti ég mér 4 twisted pair kapla(í sitthvorum lit!)-(hver hefur not fyrir 4 kapla!!) og þar keypti ég mér líka “tölvuverkfærasett” en ég rak augun í það en það er sett með öllu sem þú þarft á að halda ef þú ert mikið að rífa tölvur í sundur. Þarna er allt sem þú þarft að halda í sambandi við ýmisskonar tengingar en þetta er alger snilldarverslun og þegar ég labbaði þarna út með 4 kapla sem ég hafði ekkert að gera við og eitthvað tölvuverkfærasett sem er það tölvunördalegasta sem hægt er að eiga.
Svo er það Elko en ég held að það sé alveg ágætt að gera góð kaup þar, allaveganna keypti ég mér skrifara þarna, Sony 10 hraða, en ég mundi segja að sony framlæeiddi með vömduðustu raftæki heims og það á vonandi við um tölvuhlutann þeirra, vissi ekki einu sinni að sony framleiddi skrifara, en ég mundi nú kannski ekki fara að kaupa mér heila tölvu þar en þó eitthvað smávægilegt eins og tóma diska og sollis.
Einnig held ég að það sem þeir gera svona geðveikt mikið fyrir allt svona skiladæmi að ef að þú ert með gallaða vöru að þú sért ekki í eins miklu fokki og eins og með Bt og fleiri verslanir.